14.08.2020
Í dag 14. ágúst 2020 tekur gildi auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 12. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 27. ágúst kl. 23:59
13.08.2020
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið síðastliðið haust.
01.07.2020
Niðurstöður Ánægjuvogarinnar eru mjög jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna á Akureyri og tekur ÍBA því fagnandi.
22.06.2020
Sumarfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 22. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
26.05.2020
Samkvæmt samningi mennta- og menningarráðherra við ÍSÍ eru greiddar 450 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar í fyrsta lið í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bæta það tjón sem einingar innan hennar urðu fyrir.
22.04.2020
Ný takmörkun á samkomum tekur gildi 4. maí 2020.
06.04.2020
Í ljósi Covid-19 faraldursins hefur stjórn ÍBA tekið þá ákvörðun að fresta 64. ársþingi ÍBA sem átti að fara fram 28. apríl nk. ótímabundið og verður nýtt fundarboð ásamt tillögu að lagabreytingu sent út með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara.
21.03.2020
Akureyrarbær og aðildarfélög ÍBA fara að tilmælum stjórnvalda, sóttvarnalæknis, ÍSÍ og UMFÍ. Öll íþróttamannvirki bæjarins verða lokuð á meðan samkomubann er í gildi til 13. apríl nk.
06.03.2020
Þátttaka ungs fólks í skipulögðu íþróttastarfi tengist betri námsárangri og betri líðan ásamt því að draga úr líkum á frávikshegðun.
05.03.2020
Hér kemur tilkynning frá ÍSÍ vegna leiðbeininga sóttvarnarlæknis varðandi samkomur.