Helstu verksvið varamanna stjórnar:
- Varamenn stjórnar eru boðaðir á alla fundi stjórnar ÍBA.
- Á stjórnarfundum, skulu varamenn hafa sama rétt til þátttöku í umræðu og aðrir stjórnarmenn. Þeir hafa þó ekki atkvæðisrétt, utan þeirra mála þar sem þeim er tryggður atkvæðisréttur samkvæmt reglugerðum.
- Varamönnum ber skylda til að kynna sér og taka upplýsta ákvörðun/afstöðu um öll þau mál er fjallað er um á fundum stjórnar.
- Varamaður tekur sæti aðalmanns í stjórn ef til afsagnar þess síðarnefnda kemur.
- Til að geta innt skyldur sínar samviskusamlega af hendi skulu varamenn hafa sama aðgang að og fá send öll viðhlítandi gögn sem um aðalmann væri að ræða, enda bera þeir í flestum tilvikum sömu réttindi og skyldur og aðrir stjórnarmenn.