24.01.2018
Í Hofi fyrr í kvöld var lýst kjöri til íþróttamanns og íþróttakonu Akureyrar 2017. Alls hlutu 26 íþróttakonur og menn úr röðum aðildarfélaga ÍBA atkvæði til kjörsins. Á athöfninni í kvöld veitti Frístundaráð viðurkenningar fyrir Íslandsmeistatatitla og sérstakar heiðursviðurkenningar. Afrekssjóður Akureyrarbæjar veitti aðildarfélögum styrki fyrir landsliðsmenn.
24.01.2018
Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 24. janúar þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar. Íþróttafólk ársins hjá aðildarfélögum ÍBA verður heiðrað. Forsvarsmenn íþróttafélaga fá afhenta styrki vegna Íslandsmeistara- og landsliðsfólks og heiðursviðurkenningar Frístundaráðs verða veittar. Samkomunni lýkur með því að lýst verður kjöri Íþróttamanns Akureyar árið 2017.
15.01.2018
ÍBA er flutt í Íþróttahöllina v/Skólastíg
ásamt ÍSÍ og SKÍ.