Íþróttahreyfingunni á Akureyri er umhugað um að efla og styrkja samfélagið sem það starfar í. Hluti af því er að efla félagsauð í íþróttahéraðinu þar sem hverjum einstaklingi er það mjög mikilvægt að eiga sterkt og gott félagslegt net. Besta leiðin til að skapa það er að vera virkur í samfélaginu og að gefa til þess krafta sína og hæfileika.
Til að stuðla að þessu vill ÍBA efla félagshæfni iðkenda og félagsmanna innan aðildarfélaga ÍBA og gefa þeim færi á að vera virkir þátttakendur í íþróttahreyfingunni með því að:
- ÍBA beinir til aðildarfélaganna að bjóða uppá faglegt íþróttastarf sem innifelur heilbrigt og gott félagslegt uppeldi barna og unglinga.
- ÍBA hvetur til félagsfærni, jákvæðra samskipta og fræðslu um verndandi þætti velferðar sem og áhættuþætti innan aðildarfélaganna.
- ÍBA beinir til aðildarfélaganna að allir hafi tækifæri til að leika og starfa í fjölskylduvænni og heilbrigðri íþróttahreyfingu þar sem allir hafa jöfn tækifæri til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, vellíðan og sterka sjálfsmynd.
- ÍBA hvetur aðildarfélögin að hlúa vel að umhverfi barna og unglinga/iðkenda þannig að þau/þeir búi við öruggt og uppbyggilegt umhverfi þar sem áhersla er á félagsleg samskipti og félagslega færni til jafns við íþróttaæfingar og keppnir.
- ÍBA hvetur aðildarfélög til að taka sérstaklega vel á móti nýliðum og fræða iðkendur um heilbrigðan fordómalausan lífsstíl.
- ÍBA hvetur aðildarfélög til að stuðla að skipulögðu félagsstarfi og samveru utan íþróttaæfinga.