Íþróttabandalag Akureyrar, skammstafað ÍBA, er íþróttahérað íþróttafélaga á Akureyri. Það starfar samkvæmt lögum ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttalögum nr. 64 frá 1998.
Að stjórna sameiginlegum íþróttamálum héraðsins og vera þar fulltrúi ÍSÍ og UMFÍ, en sérráð er stofnuð eru fara með stjórn sérgreinamála innan héraðsins.
Að annast samstarf um íþróttamál við bæjaryfirvöld.
Að varðveita og skipta á milli félaganna því fé sem til þess hefur verið veitt.
Að aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta á vegum ÍSÍ eða UMFÍ í héraði.
Að hafa frumkvæði um eflingu íþróttastarfs innan héraðsins.
Að staðfesta lög aðildarfélaga.
Að tilkynna ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun/aflagningu félaga og deilda.
Að fylgjast með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gildandi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Í því skyni skal ÍBA hafi fullan aðgang að bókhaldi og fylgiskjölum aðildarfélga sinna og ef ástæða þykir til getur stjórn ÍBA tilnefnd sérstakan skoðunarmann reikninga fyrir félagið og fyrirskiptað ítarlega rannsókn á fjárreiðum viðkomandi aðildarfélags. Aðildarfélag getur krafist þess að bókhaldsgögn fari eingöngu um hendur löggilts endurskoðanda.
Vanræki aðildarfélag að halda aðalfund á réttum tíma skal stjórn ÍBA, ef þörf krefur, boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.
Að skipa nefnd sem sér um framkvæmd á kosningu á Íþróttamanni Akureyrar.