Hlutverk og ábyrgð:
Daglegur rekstur skrifstofu ÍBA, þjónusta við íþróttafélög, almenning og aðra sem samskipti eiga við bandalagið. Tengiliður aðildarfélaga ÍBA við ÍSÍ, UMFÍ, stjórnsýslu Akureyrarbæjar og aðra tengda aðila.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Hefur á hendi framkvæmd stefnu stjórnar.
- Ber ábyrgð gagnvart stjórn á hinum daglega rekstri. Annast allar framkvæmdir og undirbúning þeirra, sjóðsvörslu og reikningshald.
- Skipuleggur reksturinn í samræmi við samþykktir bandalagsins, lög og reglur, skuldbindingar, kröfur og venjur og tryggir að það starfi í samræmi við tilgang þess.
- Undirbýr og situr stjórnarfundi.
- Sér til þess að meðferð eigna bandalagsins sé með tryggilegum hætti.
- Tekur við erindum frá aðildarfélögum og leysir eða kemur í farveg.
- Eftirlit með starfsemi aðildarfélaga, fagleg ráðgjöf og stuðningur við mótshald eða aðra viðburði.
- Situr fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs sem áheyrnafulltrúi í þeim tilfellum sem mál tengjast ÍBA.
- Efla ímynd íþrótta og hvetja almenning til heilbrigðs lífernis til dæmis með aðkomu ÍBA að ýmsum verkefnum eins og „Hjólað í vinnuna“, „Lífshlaupið“,“Akureyri á iði“ o.fl.
- Aðstoðar íþróttafélög að verða fyrirmyndarfélög ÍSÍ.
- Tryggir fjármagn til rekstrar bandalagsins í samráði við stjórn.
- Umsjón með lögfræðilegum málefnum og samningamálum.
- Kemur fram fyrir hönd bandalagsins í öllum málum sem varða venjulegan rekstur og tryggir samskipti við hagsmunaaðila.
- Hefur eftirlit með rekstri bandalagsins. Honum ber að veita stjórn og endurskoðendum/skoðunarmönnum reglulega upplýsingar um rekstur bandalagsins og aðrar upplýsingar sem þeir óska eftir.
- Framkvæmdastjóri stuðlar að stöðugum umbótum í rekstri.
- Sér um úthlutun úr Afrekssjóði Akureyrar.
- Skipuleggur fræðslu til íþróttafélaga.
- Tímaúthlutun til íþróttahreyfingarinnar í samráði við formann bandalagsins.
- Utanumhald vegna styrkja frá Akureyrarbæ til íþróttafélaga í formi æfingatíma í íþróttamannvirkjum. Skil greinargerðar til fræðslu- og lýðheilsuráðs einu sinni á ári.
- Gerð rekstrarsamninga og umsjón styrkgreiðslna og uppgjörs við íþróttafélög sem ekki reka íþróttamannvirki fyrir hönd Akureyrarbæjar.
- Sér um umsýslu greiðslu-, skráninga- og mannvirkjakerfis (Sportabler).
- Huga að framgangi íþrótta á Akureyri með kynningu, markaðssetningu, aðkomu að framkvæmd íþróttaviðburða o.s.frv.
- Umsjón með kjöri íþróttamanns ársins á Akureyri.
- Upplýsa og aðstoða aðildarfélög við umsóknir í styrktarsjóði, jafnt innlenda sem erlenda.
- Móttaka og meðferð með þingboðum sérsambanda.
- Umsjón með heimasíðu bandalagsins.
- Umsjón með innsöfnun starfs- og ársskýrslna aðildarfélaga bandalagsins.
- Eftirfylgni með að öll aðildarfélög ÍBA hafi virka jafnréttisstefnu sem stuðlar að því að bæði kyn njóti jafnra tækifæra til að stunda íþróttir.
- Gerir tillögur að endurskipulagningu varðandi starfshætti í sparnaðarskyni, sé þess þörf.
- Umsjón með þátttöku í Alþjóðaleikum ungmenna.