21.11.2016
ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:15 - 19:15.
19.09.2016
ÍBA fékk styrk úr samfélagssjóði Isavia og var hann veittur með athöfn í Flugsafninu og við þökkum kærlega fyrir.
11.02.2016
Formannafundur ÍBA, haldinn í Íþróttahöllinni á Akureyri 10. febrúar 2016, fagnar þeirri ákvörðun að bæta íþróttafræði við kjörsvið kennaranáms Háskólans á Akureyri.
Akureyrarbær rekur metnaðarfulla íþróttastefnu og íþróttamannvirkin eru mörg og fjölbreytt. Á Akureyri eru iðkaðar nánast allar íþróttir sem stundaðar eru á Íslandi og íþróttafræðinám á háskólastigi fellur því vel að innviðum bæjarins og mun efla enn frekar hið öfluga íþróttastarf sem fram fer í bænum.
Jafnframt mun íþróttafræðinám við Háskólann á Akureyri efla og styrkja íþrótta- og lýðheilsubraut Verkmenntaskólans á Akureyri.
Samþykkt samhljóða.
18.01.2016
Íþróttamaður Akureyrar verður kosinn í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 20. janúar kl. 18.
Hvetjum við alla til að mæta og fylgjast með.
18.01.2016
Heimasíða Alþjóðaleikanna þar sem nokkrir krakkar frá Akureyri fóru á 11-16 janúar 2016, er http://www.innsbruck2016.com/.