Fréttir ÍBA

Birna tekur við formannskeflinu

Formaður ÍBA, Geir Kr. Aðalsteinsson, hefur óskað eftir því við stjórn bandalagsins að stíga til hliðar sem formaður fram á næsta vor.

Helga Björg ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri ÍBA

Helga Björg Ingvadóttir hefur verið ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar. Ráðningin er til komin vegna veikindaleyfis framkvæmdastjóra bandalagsins, Helga Rúnars Bragasonar.

Afrekssjóður Akureyrarbæjar 2022

Auglýsir eftir umsóknum vegna sjóðsúthlutun afreksíþróttaefna og landsliðskeppnisferða fyrir árið 2022.

Afsökunarbeiðni

Stjórn ÍBA og SA vill í einlægni biðja Emilíu Ómarsdóttur og aðra hlutaðeigandi sem og fjölskyldu hennar velvirðingar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum við athugasemdum sem gerðar voru við óviðeigandi framkomu þjálfara Listhlaupadeildar árið 2018.

Vegna fréttar í Vikublaðinu

Vegna viðtals við Alex Cambray Orrason, formann lyftingadeildar KA, sem birtist í Vikublaðinu þann 17. mars 2022 vill stjórn Íþróttabandalags Akureyrar leiðrétta eftirfarandi rangfærslur.

Þing ÍBA fer fram 27. apríl

65. ársþing Íþróttabandalags Akureyrar fer fram miðvikudaginn 27. apríl á Jaðri. Þingið er haldið í nýuppgerðum veitingasal Jaðars og gengið inn í horninu sunnan megin við bílastæði, þingið hefst kl. 17:30 og áætluð þinglok eru kl. 21:00.

Brynjar Ingi og Aldís Kara eru íþróttafólk Akureyrar 2021

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason úr KA er íþróttakarl Akureyrar árið 2021 og skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir úr SA er íþróttakona Akureyrar 2021.

Tilnefningar á íþróttafólki Akureyrar 2021

Tilkynnt verður á fimmtudaginn næstkomandi um val á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021.