Fréttir ÍBA

Íþróttamaður Akureyrar 2019 - Úrslit

Alls voru 41 tilnefndir til Íþróttamaður Akureyrar af aðildarfélögum ÍBA, 22 konur og 16 karlar, og að þessu sinni tóku 16 fulltrúar þátt í kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar 2019 skv. 5. grein reglugerðar um Íþróttamann Akureyrar.

Íþróttakona og Íþróttakarl Akureyrar 2019 eru Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson

Kjöri íþróttamanns Akureyrar 2019 var lýst í menningarhúsinu Hofi í kvöld. Þetta var í 41. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður. Í ár varð sú breyting á að stjórn afrekssjóðs fer yfir allar tilnefningar frá aðildafélögum ÍBA og tilnefnir 10 einstaklinga af hvoru kyni sem kosið er um. Á athöfninni veitti Frístundaráð viðurkenningar fyrir Íslandsmeistara á árinu og sérstaka heiðursviðurkenningu auk þess sem Afrekssjóður Akureyrarbæjar veitti afreksstyrki til afreksefna ÍBA. Íþróttakona og Íþróttakarl Akureyrar 2019 eru Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson.

VORFJARNÁM ÍSÍ 2020

Þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ.

Íþróttamaður Akureyrar 2019

Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 15. janúar kl. 17:30 þar sem lýst verður kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar.

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar árið 2020 er kr. 40.000.-

Akureyrarbær veitir styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum. Árið 2020 er styrkurinn kr. 40.000.- og gildir fyrir börn fædd árið 2003 til og með 2014.