Greinar frá RSS veitum

Sigurður Jökull til reynslu hjá FC Midtjylland

Þórsarinn Sigurður Jökull Ingvason dvelur nú í Danmörku þar sem hann æfir með FC Midtjylland.

Rafíþróttir: Kvennalið Þórs fer í undankeppni HM

Kvennalið rafíþróttadeildar Þórs í Counterstrike2-tölvuleiknum sigraði lið Hattar í gær og er á leið í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í fyrstu tilraun.

Árshátíð hokkídeildar 2024

Hokkídeildin hélt árshátíð sína þann 30. apríl s.l. Alls voru Það 127 manns sem komu saman á Vitanum og fögnuðu nýliðnu keppnistímabili, leikmenn frá U14 og upp úr, foreldrar, félagsmenn og velunnarar. Okkar uppáhalds kokkur, Helgi á Vitanum, sá um ljúffengar veitingar að venju og skemmtileg “highlight” myndbrot frá leikjum vetrarins voru sýnd. Að endingu voru verðlaun veitt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hér að neðan. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju, þökkum fyrir veturinn og hlökkum til að sjá alla iðkendur aftur á næsta tímabili þó við eigum vissulega eftir að sjá sem flesta á vormótinu sem er framundan nú í maí.

Rafíþróttir: Einvígi Þórs og Hattar um sæti á HM í kvöld

Kvennalið rafíþróttadeildar Þórs í tölvuleiknum Counterstrike 2 leikur í kvöld til úrslita gegn liði Hattar um keppnisrétt á Heimsmeistaramóti kvenna fyrir Íslands hönd.

KA Íslandsmeistari þriðja árið í röð!

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna þriðja árið í röð eftir stórkostlegan 2-3 endurkomusigur á liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Um var að ræða fjórða leik liðanna og leiddi KA einvígið 2-1 fyrir leik dagsins

Pílukast: Metþátttaka Þórsara í stærsta Íslandsmótinu

Píludeild Þórs á 20 fulltrúa á Íslandsmótinu í 501 í pílukasti sem fram fer á morgun, fjórar konur og 16 karla.  Mótið fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 5. maí. Keppni hefst í riðlum kl. 11, en eftir riðlakep...

Knattspyrna: Jafntefli í fyrsta leik í Lengjudeildinni

Þór gerði jafntefli við Þrótt í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu í gær. Heimamenn í Þrótti jöfnuðu í uppbótartíma leiksins.

Herrakvöld Þórs 2024 - Uppboð

Herrakvöld í Síðuskóla í kvöld!

Átta Þórsarar í landsliðsverkefnum KKÍ í sumar

Átta Þórsarar verða í verkefnum með yngri landsliðunum í körfubolta í sumar og fara á alþjóðleg mót, Norðurlandamót og Evrópumót.

Sigur í gær og Sandra með tvö

Þór/KA vann Þrótt í þriðju umferð Bestu deildarinnar í gær. Annar sigurinn í röð og tveir sigrar í þremur leikjum í Bestu deildinni. 

Kamil Pedryc til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA barst í dag góður liðsstyrkur þegar Kamil Pedryc skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kamil sem verður 29 ára síðar í mánuðinum er afar öflugur línumaður sem ætti bæði að styrkja sóknar- og varnarlínu okkar unga liðs á komandi vetri

Knattspyrna: Fyrsti leikurinn í Lengjudeildinni í kvöld

Þórsarar hefja leik á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í dag þegar þeir sækja Þróttara heim í Laugardalinn í 1. umferð Lengjudeildarinnar. Stuðningsfólk syðra ætlar að hittast í Ölveri og hefja upphitun kl. 17, en leikurinn hefst kl. 19:15.

Skautarar frá SA keppa á Volvo Cup í Lettlandi um helgina

Um helgina eru skautarar frá okkur að taka þátt í Volvo cup í Riga. Fyrsti keppnisdagur er í dag en stelpurnar byrjuðu allar daginn á æfingu. Ronja Valgý hefur fyrst keppni klukkan 11:40 (8:40 á íslenskum tíma). Freydís Jóna stígur svo á ísinn kl 15:10 (12:10 á íslenskum tíma) með stutta prógrammið sitt. Þær stöllur eru báðar fyrstar í sínum upphitunarhópum Við óskum stelpunum góðs gengis

Klárum að setja dúka yfir grínin á morgun!

Laugardaginn 4.maí kl.10:00

Lagersala af FJ skóm á Jaðri um helgina

4-5.maí - hægt að gera frábær kaup.

Knattspyrna: Sigur hjá Þór/KA og Sandra María komin í sjö mörk!

Þór/KA vann Þrótt í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær, 2-1. Sandra María Jessen skoraði bæði mörk liðsins og hefur nú skorað sjö mörk í þremur leikjum.

Handbolti: Olíseildarsætið gekk Þórsurum úr greipum

Keppnistímabilinu hjá karlaliði Þórs í handbolta lauk því miður ekki eins og Þórsarar höfðu óskað sér. Olísdeildarsætið þarf enn að bíða eftir eins marks tap fyrir Fjölni í oddaleik úrslitaeinvígis liðanna í gærkvöld. 

Myndir frá stórbrotnum sigri KA

KA vann stórkostlegan 3-2 sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í KA-Heimilinu í gær. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar en frábær karakter KA-liðsins sneri leiknum

IceCup 2024 í Skautahöllinni um helgina

Krullumótið IceCup 2024 er nú í gangi í Skautahöllinni en mótið hófst kl. 9 í morgun og verður leikið fram á laugardagskvöld. Það eru 26 lið í mótinu í ár þar af 19 erlend lið frá 6 mismunandi löndum. Mótið í ár er það fjölmennasta sem hefur verið en ásóknin í mótið er það mikil að uppselt er nú þegar á mótið sem verður haldið árið 2025 en þá verð 25 ár liðin frá fyrsta IceCup mótinu. Mótið er í beinni útsendingu hér en leikið er alla þrjá keppnis daganna frá kl. 9 og fram á kvöld. Við hvetjum áhugasama um að koma í stúkuna og fylgajst með keppninni sem er virkilega skemmtileg og spennandi en hægt að gæða sér á dýrindis kjötsúpu og fleiru á 2. hæðinni.

Knattspyrna: Fyrsti heimaleikur Þórs/KA í Bestu deildinni

Þór/KA tekur á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag og er það jafnframt fyrsti heimaleikur liðsins í deildinni í sumar. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18.