Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) er íþróttahérað íþróttafélaga á Akureyri og var stofnað 20. desember 1944. ÍBA er eitt 25 íþróttahéraða innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og aðili að Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) og er tengiliður íþróttafélaganna við bæjaryfirvöld. ÍBA gætir hagsmuna íþróttahreyfingarinnar á Akureyri gagnvart opinberum aðilum og vinnur að styrkingu og uppbyggingu íþróttastarfsemi héraðsins. Innan ÍBA er skráð 21 aðildarfélag og yfir 40 íþróttagreinar eru í boði fyrir iðkendur.
ÍBA nýtur styrkja frá Akureyrarbæ og ÍBA styður starfsemi íþróttafélaganna með þeim styrkjum m.a. fyrir aðstöðu til æfinga og keppni, rekstarstyrki og styrki vegna afreksíþróttastarfs ÍBA. Íþróttahreyfingin á Akureyri fær einnig styrki frá ÍSÍ vegna hagnaðar af Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum.
Á meðal verkefna ÍBA eru: