Hlutverk og skyldur kjörinna fulltrúa í stjórn ÍBA
- Stjórn ÍBA er framkvæmdaraðili málefna íþróttahéraðsins. Hún framfylgir samþykktum ársþings, vinnur að málum þess og fer með umboð í málefnum ÍBA milli þinga.
- Stjórn ÍBA er skipuð fimm aðilum í eftirfarandi hlutverk: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Stjórn er kosin til tveggja ára og skiptir með sér verkum. Þá skulu einnig kosnir tveir aðilar sem varamenn og tveir skoðunarmenn reikninga.
- Stjórnin veitir móttöku öllu því fé sem sambandinu áskotnast, ávaxtar sjóði þess og fer með þá samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun er ársþingið hefur samþykkt. Hún skal ábyrgjast sjóði sambandsins og í sameiningu hafa forsjá um aðrar eignir þess.
- Eitt af lykilatriðum fyrir farsælt starf stjórnar er að verkefnum sé skipt sem jafnast milli allra stjórnarmanna. Á þann hátt verða allir þátttakendur virkir í stjórnarstarfinu og bera sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum sem teknar eru og framkvæmdar.