Fréttir ÍBA

YFIRÞJÁLFARAR HITTAST

Íþróttabandalag Akureyrar, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Akureyrarbær boða alla yfirþjálfara innan aðildarfélaga ÍBA til fundar í kaffiteríunni í Íþróttahöllinni þriðjudaginn 9. september kl. 17.00-19.00. Til gangur fundarins er margþættur: Koma á fót þjálfaranefnd innan aðildarfélaga ÍBA. Styðja við yfirþjálfara og virkja yfirþjálfara í að virkja aðra/almenna þjálfara innan þeirra félaga. Draga fram sýn þjálfara á íþróttir á Akureyri í þeirri viðleitni að gera gott starf betra. Forvarnarfræðsla í víðu samhengi. Verksvið yfirþjálfara. Markmið með fundunum eru: Að gera góða þjálfara ennþá betri. Að byggja tengslanet þvert á íþróttagreinar og íþróttafélög. Að auka samstarf milli þjálfara, þvert á íþróttagreinar og íþróttafélög. Stefnumótun og markmiðasetning fyrir heildina. Betri íþróttir til framtíðar á Akureyri. Öllum yfirþjálfurum er boðið að taka þátt í fundinum. Ef ekki er starfandi yfirþjálfari þá má þjálfari eða stjórnarmaður sækja fundinn í hans stað.