Neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna á aldrei samleið með iðkun íþrótta og ÍBA vill efla allt íþróttastarf innan héraðsins fyrir alla aldurshópa enda hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að þátttaka barna og unglinga í skipulögðum íþróttum er besta forvörnin við slíkri notkun.
- ÍBA hvetur öll aðildarfélög til þess að festa í lög sín ákvæði þar sem tekin er einörð afstaða gegn neyslu á áfengi, tóbaki, rafrettum og öðrum fíkniefnum.
- ÍBA hvetur öll aðildarfélög til að banna neyslu á tóbaki í íþróttahúsum og á vallarsvæðum á vegum íþróttafélagsins.
- ÍBA hvetur aðildarfélögin til að vinna að aukinni þekkingu á skaðsemi fíkniefna og forvörnum innan síns aðildarfélags og hvetur jafnframt aðildarfélögin til þess að fjalla um fíkniefni og forvarnir í málsgögnum sínum ogritum.
- ÍBA beinir því til aðildarfélaga sinna að íþróttaiðkun fylgir alltaf uppeldishluti og skulu allir hlutaðeigandur vera meðvitaðir um það í öllu starfi sínu. Íþróttamenning sé virt sem mikilvægur hluti samfélagslegra gilda.
- ÍBA beinir því til aðildarfélaga sinna að fela þjálfurum að fræða þá iðkendur sem þeir þjálfa um áhrif áfengis, rafrettna, tóbaks og fíkniefna og áhrif þeirra á heilbrigði og árangur í íþróttum.
- ÍBA leggur áherslu á að íþróttafólk innan ÍBA verði ávallt laust við lyfjamisnotkun.
- ÍBA hvetur öll aðildarfélög að vinna markvisst að því að auka þátttöku úr hópum fólks af erlendum uppruna þar sem íþróttir eru árangursríkt verkfæri til að aðlaga íbúa að samfélaginu.
- ÍBA hvetur til samstöðu gegn öllu ofbeldi, mismunun og áreitni af öllu tagi svo sem einelti, kynferðislegri áreitni, kynferðislegu ofbeldi og kyndbundinni áreitni.
- ÍBA er með virkar siðareglur og hegðunarviðmið þjálfara, iðkenda, stjórnarmanna, starfsmanna, foreldra og stuðningsmanna sem gilda jafnframt fyrir öll aðildarfélögin sem tekur m.a. á forvörnum gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi eða annarri ósæmilegri hegðun með forvörnum og virkri viðbragðsáætlun.
- ÍBA hefur beinan aðgang að Æskulýðsvettvangi og samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, m.a. að viðbragðsáætlun og fagráði sem starfar í tengslum við eineltismál og kynferðislegt áreiti/ofbeldi.