05.10.2015
Þriðjudaginn 6. október mun ÍSÍ, HR og KSÍ standa fyrir málstofu um andlega líðan íþróttamanna og fer málstofan fram í Háskólanum á Akureyri og hefst kl.16:30.
Skráning fer fram á skraning@isi.is
Þjálfarar, foreldrar og allir aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
16.06.2015
Þetta verður í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið þar. Mótið hefst fimmtudaginn 30.júlí með keppni í golfi en aðrar keppnisgreinar hefjast síðar. Mótsslit eru um miðnætti á sunnudagskvöldi.
08.06.2015
Þakklæti er Þórsurum efst í huga á 100 ára afmælinu.Íþróttafélagið Þór fagnaði í gær 100 ára afmæli félagsins með glæsilegri afmælishátíð sem fram fór á Þórssvæðinu í blíðviðri, glampandi sól og svölum norðan andvara.
20.05.2015
Kaffitjald verður á gatnamótum Glerárgötu og Borgarbrautar, fimmtudaginn 21. maí frá kl. 15:30 til 17:30.
Hjólreiðafélag Akureyrar verður með kaffitjaldið norðvestanmegin á gatnamótum Glerárgötu og Borgarbrautar.
Við verðum með kaffi frá Kaffitár, Kristal frá Ölgerðinni, buff frá Valitor og viðgerðarstand, pumpu og smurningu
frá Wurth fyrir þá sem þurfa. Motul lánar okkur tjald.
Hlökkum til að sjá ykkur
08.05.2015
Þann 9. maí næstkomandi mun Íþróttabandalag Akureyrar fagna 70 ára afmæli sínu.
Afmælisfögnuðurinn verður með veglegasta móti og taka öll aðildarfélög bandalagsins þátt í fögnuðinum.
Veislan fer fram í Íþróttahöll Akureyrar, Sundlaug Akureyrar, íþróttahúsinu við Laugargötu, Sundlaugargarðinum og útisvæðunum allt um kring. Vegleg dagskrá verður í boði fyrir gesti og frítt inn á öll svæði.
Gestum gefst m.a. kostur á að sjá og prufa hinar ýmsu íþróttagreinar aðildarfélaga ÍBA.
Sjáumst hress þann 9. maí !
22.04.2015
Þann 9. maí næstkomandi mun Íþróttabandalag Akureyrar fagna 70 ára afmæli sínu.
Afmælisfögnuðurinn verður með veglegasta móti og taka öll aðildarfélög bandalagsins þátt í fögnuðinum.
Veislan fer fram í Íþróttahöll Akureyrar, Sundlaug Akureyrar, íþróttahúsinu við Laugargötu, Sundlaugargarðinum og útisvæðunum allt um kring. Vegleg dagskrá verður í boði fyrir gesti og frítt inn á öll svæði.
Gestum gefst m.a. kostur á að sjá og prufa hinar ýmsu íþróttagreinar aðildarfélaga ÍBA.
Sjáumst hress þann 9. maí !
22.01.2015
Íþróttabandalag Akureyrar gerði Harald Sigurðsson að heiðursfélaga en hann varð níræður í gær við hátíðlega athöfn í Hofi.
22.01.2015
Frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er íþróttamaður Akureyrar árið 2014. Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar varð annar og Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar þriðji.
19.01.2015
val á íþróttamanni Akureyrar 2014 verður 21. janúar 2015, í Menningarhúsinu Hofi.
Húsið opnar kl. 17.00 og hefst hátíðin kl. 17.15.
Allir velkomnir