ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:15 - 19:15. Ráðstefnan er til kynningar á sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum, foreldrum og íþróttafélögum.
Á ráðstefnunni munu íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um hvernig hægt er að þjálfa andlega og félagslega þætti. Það er von íþróttahreyfingarinnar að verkefnið hjálpi þjálfurum og aðstandendum að tileinka sér aðferðir og leiðir til markvissrar þjálfunar karakters ungu kynslóðarinnar, og beiti þeim í daglegu starfi. Fyrirlesarar verða Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, Dr. Viðar Halldórsson, Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari, Dagný Linda Kristjánsdóttir ólympíufari og skíðaþjálfari. Fleiri fyrirlesarar munu verða kynntir á næstu dögum. Að fyrirlestrunum loknum geta ráðstefnugestir tekið þátt í umræðum. Samstarfsaðilar á Akureyri eru Háskólinn á Akureyri ásamt Akureyrarbæ.
Við viljum vekja athygli á því að Akureyrarbær býður þátttakendum á ráðstefnuna þeim að kostnaðarlausu. Boðið verður uppá léttar veitingar. Athugið að facebookskráning gildir ekki sem skráning á ráðstefnuna. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér: http://www.isi.is/fraedsla/hadegisfundir/synum-karakter/