Kjöri íþróttamanns Akureyrar 2019 var lýst í menningarhúsinu Hofi í kvöld. Þetta var í 41. skipti sem íþróttamaður Akureyrar er heiðraður. Í ár varð sú breyting á að stjórn afrekssjóðs fer yfir allar tilnefningar frá aðildafélögum ÍBA og tilnefnir 10 einstaklinga af hvoru kyni sem kosið er um. Á athöfninni veitti Frístundaráð viðurkenningar fyrir Íslandsmeistara á árinu og sérstaka heiðursviðurkenningu auk þess sem Afrekssjóður Akureyrarbæjar veitti afreksstyrki til afreksefna ÍBA.
Aldís Kara er frábær íþróttakona og flott fyrirmynd í sinni íþrótt jafnt á ís og utan íss. Hún er félaginu sínu til mikils sóma.
Aldís Kara er að sýna stökk element sem ekki hafa sést áður hjá íslenskum skautara og var hún til að mynda með þrjú ólík þreföld stökk auk tvöfalds Axels í prógrömmunum sínum á tveimur síðustu mótum ársins auk þess að vera með spor og spinna á háum levelum.
Helstu afrek á árinu:
Í 2. sæti varð Sóley Margrét Jónsdóttir í Kraftlyftingafélagi Akureyrar. í 3. sæti Hulda Elma Eysteinsdóttir í blakdeild KA. í 4. sæti Hafdís Sigurðardóttir í UFA og í 5. sæti Hulda B. Waage í Kraftlyftingafélagi Akureyrar.
Helstu afrek á árinu:
Hans besti árangur 2019:
Í 2. sæti varð Miguel Mateo Castrillo í blakdeild KA. í 3. sæti varð Þorbergur Ingi Jónson í UFA. í 4. sæti varð Hafþór Andri Sigrúnarson í Íshokkídeild SKA og í 5. sæti Alexander Heiðarsson í júdódeild KA
Jóhannes Kárason hlaut heiðursviðurkenningu Frístundaráðs í kvöld. Jóhannes, sem er gullmerkishafi Skíðasambands Íslands, hefur komið að uppbyggingu og útbreiðslu skíðagönguíþróttarinnar á Akureyri og víðar með ýmsum, miklu og óeigingjönum hætti síðustu 35 ár. Frístundaráð veitti viðurkenningar vegna 311 Íslandsmeistara til 13 aðildarfélaga Íþróttabandalags Akureyrar á síðasta ári. Þá veitti Afrekssjóður átta afreksefnum úr röðum aðildarfélaga styrk að alls upphæð kr. 1.600.000. Alls veitti Afrekssjóður Akureyarbæjar styrki að upphæð kr. 7.000.000 árið 2019 til íþróttamanna innan aðildarfélaga ÍBA.