Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 15. janúar nk. þar sem lýst verður kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar.
Dagskráin verður með breyttu sniði í ár þó við höldum fast í grunngildi hátíðarinnar. Í ár veitir Afrekssjóður Akureyrar átta afreksíþróttaefnum sérstaka viðurkenningu úr sjóðnum. Loks verður kjöri fimm efstu til íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar 2019 gerð góð skil með viðurkenningum við hátíðlega athöfn.
Dagskrá hefst kl. 17:30.
- Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður ÍBA, setur hátíðina og flytur ávarp.
- Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður frístundaráðs Akureyrarbæjar, flytur ávarp.
- Forsvarsmenn íþróttafélaganna fá afhentar viðurkenningar vegna Íslandsmeistara á árinu.
- Heiðursviðurkenning frístundaráðs Akureyrarbæjar.
- Styrkveiting Afrekssjóðs Akureyrar til afreksíþróttaefna 2019.
- Kjöri fimm efstu til íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar 2019 lýst og viðurkenningar afhentar.
- Léttar veitingar