Þröstur Guðjónsson heiðursfélagi ÍBA
09.01.2023
Stjórn ÍBA ákvað á fundi þann 4. apríl 2022 að gera þá Þröst Guðjónsson og Hauk Guðjón Valtýsson að heiðursfélögum ÍBA. Þröstur var fjarverandi á síðasta ársþingi ÍBA þegar Haukur
var heiðraður og var því ánægjulegt að fá að heiðra Þröst á formannafundi sem var haldinn á Greifanum síðastliðinn fimmtudag 5. janúar.