Vegna fréttar í Vikublaðinu

Vegna viðtals við Alex Cambray Orrason, formann lyftingadeildar KA, sem birtist í Vikublaðinu þann 17. mars 2022 vill stjórn Íþróttabandalags Akureyrar leiðrétta eftirfarandi rangfærslur. Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) hefur ekki lagt niður starfsemi sína og er enn aðildarfélag ÍBA. Ekkert í lögum bandalagsins tekur á því að aðildarfélagi sé ekki lengur stætt á að vera innan ÍBA þó það flytji starfsemi sína út fyrir bæjarmörkin. Búnaður KFA er því enn eign félagsins en ekki kominn í eigu ÍBA. Eigur íþróttafélaga renna aðeins til ÍBA eða Akureyrarbæjar leggi félag niður starfsemi sína.

Virðingarfyllst,
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður ÍBA.