Stjórnarfundur 7. september 2020

07.09.2020 16:30

Stjórnarmenn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson

  1. Fundur settur. 
    Kl. 16:37, allir mættir.

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp.  
    Samþykkt.  

  1. Innsend erindi: 

    1. Frístundaráðsbókanir. 
      Farið yfir fundagerð frístundaráðs síðan 12. ágúst. 

    1. Íþróttabærinn Akureyri. 
      Helgi, Geir og Ellert hittu Jón Þór hjá Akureyrarstofu sem hefur ákveðnar hugmyndir um að hvernig er hægt að útbúa flott kynningarefni fyrir Íþróttagreinar sem eru í boði í bænum.  Kostnaður getur verið með auglýsingum frá fyrirtækjum ásamt því að bærinn taki þátt í kostnaði.  Verkefnið heldur áfram í skoðun.

    1. Kaffiaðstaða ÍBA, ÍSÍ og SKÍ. 
      Rósenborg er flutt í Teríuna og því vantar stuðningsmanna herbergi fyrir leiki HSÍ og KKÍ. Erindi liggur fyrir að nota kaffiaðstöðu ÍBA, ÍSÍ, SKÍ undir þetta. Stjórn ÍBA samþykkir einróma notkun kaffiaðstöðuna undir ákveðnum formerkjum sem lúta að umgengni og gildandi sóttvarnarreglum hverju sinni.

    1. KA blaktímar neðri deilda. 
      Gefa þarf umsögn um hvaða áhrif þetta hefur varðandi fordæmi og önnur áhrif sé þetta samþykkt. 

    1. ICWG 2022. 
      Búið að fresta leikunum um eitt ár.  

    1. Stjórnendanám á Akureyri 2020. 
      Póstur sendur á félög varðandi þátttöku. Námskeiðið áætlað fram á Akureyri. Ákveðið að ÍBA leggi til 250.000 kr. Sem deilist jafnt á þá sem sækja um að fara á námskeiðið að hámarki 25.000kr. eða sem nemur kostnað námskeiðsins.

    1. Hnefaleikafélag Akureyrar samþykkt af ÍSÍ sem hnefaleikadeild Þórs. 
      Skoða hvort ársþing ÍBA þarf að samþykkja að leggja niður Hnefaleikafélag Akureyrar.

  1. Málefni stjórnar:

    1. Úthlutun kenna/jafnréttisstyrks 2020.  
      Þrjú kvennalið 2019 falla undir skilgreiningar sem ákvarða úthlutun. Þór/KA fótbolti, KA/Þór handbolti og KA blak. Umræða um úthlutunarreglur og réttmæti styrksins.

    1. Umsókn ÍBA til frístundaráðs um styrki til aðildarfélaga. 

    • Styrkir til aðildarfélaga vegna húsaleigu- og æfingastyrki hjá 3ja aðila upp á 12,4 milljónir. 
    • Rekstrarstyrkur/Matrixa til aðildarfélaga sem hafa ekki beinan samning við Akureyrarbæ uppá 6,5 milljónir.
    • Afrekssjóður Akureyrar uppá 7,0 milljónir.
    • Kvenna- og jafnréttisstyrkur uppá 4,0 milljónir.
    1. Sportabler. 
      Umræða um kosti og galla, skoða til kynningar áfram.

    1. Ársþing ÍBA 2020.

      1. Árskýrsla ÍBA - Myndir á kápu. Helgi, Ómar og Inga Stella sett í að hanna ársskýrslu ÍBA.
      2. Getum við haldið það og hvernig? Já, getum haldið það miðað við núverandi sóttvarnarreglur. Helgi og Geri finna ásættanlegan sal, framkvæmd ársþings í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur.
      3. Lagabreytingar ÍBA. Formaður laganefndar kominn í veikindaleyfi. 
      4. Mál á dagskrá?
        • Íþróttamaður Akureyrar
        • Hnefaleikafélag Akureyrar
  1. Önnur mál:
    Engin önnur mál.

  2. Tillögun næsta fundar.
    Mánudagurinn 5. október nk. kl. 16:30

  1. Fundarslit
    Fundi slitið kl. 21:02