Stjórn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Jón Steindór Árnason, varamaður
Ómar Kristinsson, varamaður
Innsend erindi:
Frístundaráðsbókanir
Til upplýsinga
FIMAK, lán frá Akureyrarbæ
Erindi frá stjórn FIMAK til Akureyrarbæjar varðandi eftirstöðvar láns sem félagið fékk frá Akureyrarbæ árið 2018. Stjórn ÍBA tekur undir sjónarmið FIMAK um að Akureyrarbær komi til móts við félagið til að koma rekstri þess í samt horf og hægt sé að horfa til uppbygginar félagsins. Formanni falið að skila umsögn um erindið til Akureyrarbæjar.
Stofnun íþróttafélags um hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta og BMX
Fundur með fulltrúm hópsins hefur enn ekki farið fram.
Málefni stjórnar:
Formannafundur ÍBA.
Formannafundur er áætlaður fimmtudaginn 17. mars kl. 17.30 á teríu Íþróttahallar.
Ársþing, undirbúningur. Uppstillingarnefnd o.fl.
Ársþing ÍBA er áætlað fimmtudaginn 28. apríl kl. 17.30.
Önnur mál:
Aðalfundir félaga
UFA. Formaður sat fundinn og fór yfir það helsta sem fram fór á fundinum.
TKÍ. Formaður sat fund á vegum ÍSÍ varðandi stöðuna hjá TKÍ.
Til upplýsinga.
Starfsmaður KSÍ
KSÍ hefur óskað eftir því að starfsmaður sambandsins á Akureyri fái aðstöðu á skrifstofum ÍSÍ og ÍBA í Íþróttahöllinni. Samþykkt að starfsmaðurinn fái aðstöðu á skrifstofu ÍBA á meðan framkvæmdastjóri er í veikindaleyfi.
Tillögun næsta fundar
Næsti fundur verður í fjarfundarformi þegar ársreikningur bandalagsins verður tilbúinn. Næsti staðarfundur verður mánudaginn 4. apríl.
Fundarslit kl. 18:05