Stjórnarfundur 6. maí 2019

06.05.2019 16:30

Málefni stjórnar: 

  1. Jafnréttisúttekt - Niðurstöður kynntar af Önnu Soffíu.
    Flottur fyrirlestur og niðurstöður áhugaverðar,  ekkert óvænt samt. 
    Viðar skrifstofustjóri ÍSÍ sat undir þessum lið:  Hjó eftir aðgengi að jafnréttisáætlun hjá félögum, fyrirmyndafélögin voru þarna inni. Eftirfylgni ÍSÍ og ÍBA varðandi fyrirmyndafélög þarf að vera meiri og betri.

  2. Skipting rekstrarstyrkja til aðildarfélaga ÍBA. 
    6.500.000 kr. Til ráðstöfunar á aðildafélög sem ekki eru með rekstrarstyrki.  Skv. frístundaráð er þetta síðasta árið sem úthlutað er eftir þessum reglum, 2020 verðu matrixan notuð.  Farið er yfir úthlutun 2018 og farið hvort einhver félög hafi breyst mt.t. til aðstöðu eða úthlutunar.  Þrjú félög koma efst í huga.  Karatefélag Akureyrar og Akur fær í dag 50.000 kr. í húsnæðisstyrk sem var ekki í fyrra.  Draupnir tilheyrir nú KA og telur þar inn í Matrixu.
    Farið yfir styrktarflokkana.  

  3. Atvinnuþátttaka ungs afreksfólks í íþróttum. 
    Sjá erindi sent til frístundaráð varðandi atvinnuþátttöku afreksfólks.  Vakna upp spurningar varðandi framhaldsskóla í sama samhengi.  Er tilefni til að gefa afslátt af almennum íþróttum í framhaldsskóla hjá afreksefnum.

  4. Samantekt af Íþróttaþingi ÍSÍ
    Samantekt:  Bogfimi og klifur hugsanlega inn í ÍSÍ.  Umræðan var Jafnréttismál, ofbeldismál, lyfjamál, rafréttumál, gistiaðstaða landsbyggðar á suðurlandi, rafíþróttir, Þjóðarleikvangur með kröfum nútímas, rekstur fótboltafélaga, þátttaka transfólks í íþróttum, FELIX ónothæfur (nefnd stofnuð til að fara yfir vinnslu rafrænna gagna), Lottotekjur UMFÍ vs. ÍSÍ.

  5. Aðalfundir félaganna  

    1. Samantekt af því sem búið er: (Þór, UFA, HFA, Óðinn, fleiri?)
    2. SA 14. maí kl. 20:00 í Skautahöllinni,  Hrafnhildur
    3. Fimak 15. maí kl. 20:30 í Giljaskóla, Geir (Inga Stella)
    4. SKA 20. maí kl. 19:30 í Teríu-Höllinni,  Ómar
    5. KFA 20. maí kl. 20:00 í Austursíðu 2 (KFA), Erlingur
    6. Akur 23. maí kl. 17:00 í Ánni (Hængssalur) Skipagötu 14, Geir
  1. Gildisvinna ÍBA 
    Sjá fylgiskjal með tillögum.  Vinna sem þarf að skoða betur.  Gildin, virðing, jákvæðni og fagmennska fá flest atkvæði og framkvæmdastjóri vinnur með það áfram.

  2. Önnur mál:

  3. Fundi slitið kl. 19:00