Stjórnarfundur 6. febrúar 2023

06.02.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Birna Baldursdóttir, formaður              Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Geir Kr. Aðalsteinsson                         

Jón Steindór Árnason

Ómar Kristinsson 

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar

          Samþykkt

  1. Innsend erindi:

    1. Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir 

Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 16.janúar 2023 

Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 30. janúar 2023

Til upplýsinga

  1. Lyftingadeild KA 

Beiðni barst frá formanni lyftingadeildar KA varðandi aðstöðu fyrir tvö mót sem deildin hyggst halda. Ellert Örn forstöðumaður íþróttamála vinnur málið með lyftingadeildinni.

  1. Fundur með þingflokki VG 

Þingflokkur VG hefur óskað eftir fundi með fulltrúum íþróttafélaga bæjarins þann 13. febrúar, kl. 16:30-18:00. Formaður mun vera með kynningu á ÍBA og aðildarfélögum en svo er gert ráð fyrir almennum umræðum um lýðheilsumál, stöðu íþróttafélaga o.frv. Póstur var sendur á félögin þann 1. febrúar þar sem þau voru hvött til að senda 1-2 fulltrúa. Formaður mun senda ítrekunarpóst. Stjórnarmenn ÍBA, sem hafa tök á, munu mæta á fundinn. 

  1. Málefni stjórnar:

    1. Íþróttamaður Akureyrar, samantekt

 Framkvæmd viðburðarins gekk mjög vel en mætingin var dræm. Umræður um viðburðinn í heild, kostnað og framkvæmd, hvernig mætti auka mætingu á viðburðinn, framkvæmd kosninga, viðurkenningar o.fl. 

  1. ÍSÍ þing 5.-6. maí 

ÍBA á 5 fulltrúa. Óskað eftir að stjórnarmenn láti vita hvort þeir hafi tök á að mæta. 

 

  1. Önnur mál:

    1. Fræðsla framundan - ÍSÍ, ÍBA, Akureyrarbær og HA hafa rætt möguleika á að halda ráðstefnu í mars 2023. Stefnt er að því að bjóða upp á þrjá fyrirlestra þar sem umfjöllunarefnin væru niðurstöður úr ánægjuvoginni, íþróttir og kynsegin og að lokum afreksmál. Formaður vinnur þetta mál áfram með Ellerti forstöðumanni íþróttamála og Viðari starfsmanni ÍSÍ.

    2. Umræða um áhyggjur sjálfboðaliða innan íþróttafélaga vegna ákæru á hendur sjálfboðaliðum hjá handknattleiksdeild KA og KA/Þór. ÍBA hefur engin gögn um málið en mun fylgjast með þróun mála.

  2. Tilhögun næsta fundar 

    1. Næsti fundur fer fram mánudaginn 6. mars 2023.

  3. Fundarslit  um kl. 18:00.