Stjórnarmenn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Erlingur Kristjánsson
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson
Fundur settur.
Forföll boðuðu Inga Stella Pétursdóttir og Ármann Ketilsson.
Fundargerð síðasta fundar
Umræður um fundargerðir bandalagsins almennt. Mikilvægt að þær liggi fyrir fljótlega eftir fund og séu sendar til stjórnarmanna og varamanna.
Innsend erindi:
Áframsent erindi v/Frjálsíþróttadeild KFA
Umræður um erindi KFA til Akureyrarbæjar. ÍBA fylgir íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA en þar kemur m.a. fram að hver íþróttagrein skuli aðeins stunduð í einu félagi, að knattspyrnu og handbolta undanskildum. ÍBA lítur svo á að þetta félag sé UFA og það félag skuli því vera í forgangi þegar kemur að tímaúthlutunum í mannvirkjum bæjarins. KFA hefur fengið þá tíma í mannvirkjum sem út af standa og er þar um töluvert magn tíma að ræða. Málið er statt hjá Frístundaráði og því ekki tímabært fyrir ÍBA að aðhafast frekar í málinu að sinni.
Málefni stjórnar:
Fyrirmyndarhérað ÍSÍ; Skipurit, hlutverk stjórnar og starfsmanna
Farið yfir drög að nýju skipuriti ÍBA og hlutverki stjórnar og framkvæmdastjóra bandalagsins. Drögin efnislega samþykkt en stjórn fer betur yfir orðalag áður en drögin verða formlega samþykkt.
Aðkomu ÍBA að sameiningarmálum aðildarfélaga.
Rætt um hver eðlileg aðkoma bandalagsins sé að sameiningarmálum íþróttafélaganna í bænum. Ákveðin félög hafa kallað eftir skýrari aðkomu bandalagsins. Ákveðið að senda póst á félögin varðandi sameiningarmál þar sem aðstoð bandalagsins er boðin fram. Setja þarf saman lista yfir þau atriði sem mikilvægt er að fara yfir innan stjórna félaganna.
Helgi Rúnar áformar fund með ÍSÍ á næstu dögum varðandi lögfræðileg atriði er lúta að sameiningum íþróttafélaga til að gera okkur betur í stakk búin til að leiðbeina íþróttafélögum innan ÍBA. Málinu vísað til næsta stjórnarfundar ÍBA.
Undirbúningur vegna fundar nefndar um framtíðarskipan íþróttamannvirkja
Skv. svari frá Kristni Reimarssyni mun nefndin funda með ÍBA og fulltrúum stærstu félaganna í lok ágúst.
ÍBA verður 75 ára, 20. desember 2019
Rætt um hvernig fagna skuli áfanganum. Málið tekið upp aftur á næsta fundi.
Önnur mál:
Nóra námskeið 28. og 29. ágúst nk.
Til upplýsinga.
Tillögun næsta fundar
Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 2. september kl. 16.30.
Fundarslit
Fundur slitinn kl. 18:30.