Stjórn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir
Jón Steindór Árnason
Ómar Kristinsson
Sigrún Árnadóttir
María Aldís Sverrisdóttir, varamaður
Jóna Jónsdóttir, varamaður
Fundur settur
Innsend erindi:
Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir
Fundur 30. Júní - Fjallað um mál lyftingadeildar, þar sem óskað var eftir frekari gögnum.
Fundur 8. Ágúst - Ekki fjallað um lýðheilsumál.
Fundur 16. Ágúst - Ekki fjallað um lýðheilsumál.
Fundur 22. Ágúst - Málefni lyftingadeildar KA komið inn til Fræðslu- og lýðheilsuráðs þ.e. ósk um fjárstyrk. Fjárhagsáætlunarvinnan er í gangi núna og fram í nóvember.
Málefni stjórnar:
Heilsuefling 60+
Verkefnið komið ágætlega af stað. Fundað með verkefnastjórum í morgun. Ellert, Bjartur, formaður ÍBA, tveir aðilar frá ÍSÍ. Nýráðinn verkefnastjóri lýðheilsumála Akureyrarbæjar mun taka við þessu máli enda á áhersla þessa nýja starfsmanns að vera á eldri borgara. Akureyrarbær stefnir á að byggja upp svipað starf og er nú í gangi í Kópavogi. Ellert sér svo um mannvirkin upp að tryggja aðgang fyrir þennan hóp. Þurfum að finna leið til að markaðssetja þetta fyrir þennan hóp.
Sambandsráðsfundur UMFÍ, 15. október.
Formaður og varaformaður hafa ekki tök á að sækja viðburðinn. Reynum að senda fulltrúa frá ÍBA.
Ungt fólk og lýðræði, ráðstefna.
Erindið kom seint. Engir kandídatar komnir frá ÍBA enn sem komið er.
Starfsmannamál ÍBA.
Búið að ræða við Helgu Björgu um tímabundið starf. Hún er í tímabundnu starfi núna í dag og er að skoða hvenær starfslok verða í því starfi.
Tímaúthlutanir í íþróttahúsum.
Farið yfir úthlutunarferlið. Til upplýsinga.
Íþróttasjóður ÍSÍ.
ÍBA, ÍSÍ og Akureyrarbær stefna á að fá tvo fyrirlesara Viðar Halldórsson og Erla Björnsdóttir. Munu sækja um í sjóðinn þegar fyrirlesarar hafa verið festir.
Íþróttavika Evrópu.
Verkefnið Akureyri á iði hefur verið í allmörg ár í maí. Geir ætlar að heyra í Ellert á morgun og sjá hvort að nýráðinn lýðheilsufulltrúi hafi tök á að vinna að þessu.
Önnur mál:
FIMAK fyrirmyndarfélag ÍSÍ - Fékk þessa viðurkenningu 27. ágúst sl.
Starfsmannaklæðnaður ÍBA - Helgi stakk upp á að pantaðar yrðu úlpur fyrir nefndaraðila. Ákveðið að kaupa bláar úlpur frá 66 N, skv. tilboði.
Frístundaakstur í Hrísey - Nokkur börn í Hrísey sækja íþróttastarf til Akureyrar. Óskað var eftir fjárstyrk til að koma til móts við eldsneytiskostnað. Óskað eftir að formlegt erindi yrði sent til ÍBA og Akureyrarbæjar.
Uppbygging íþróttamannvirkja - Ný nefnd er að endurskoða uppbyggingu samhliða fjárhagsáætlun.
Tilhögun næsta fundar - Næsti fundur er áætlaður 3. október.
Fundarslit 18:00