Stjórnarfundur 4. mars 2024

04.03.2024 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður          Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Birna Baldursdóttir, varaformaður                   
Jón Steindór Árnason, fjarverandi

Ómar Kristinsson, 

Sigrún Árnadóttir, 

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður, fjarverandi

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar - Fundargerð samþykkt.

  3. Innsend erindi:

 

  • Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir:

                   Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 12. febrúar 2024

 

                   Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 26. febrúar 2024

                    Til upplýsinga

  • Erindi frá KKA vegna snjótroðara - Stjórn ÍBA tekur undir áhyggjur KKA, þar sem útséð er að skortur á nothæfum troðara mun hafa neikvæð áhrif á vetrarstarf félagsins. Formanni er falið að senda erindi til Akureyrarbæjar.

  1. Málefni stjórnar: 

    • Svæðisskrifstofur, staðan í dag - Umræður um fyrirkomulag svæðisskrifstofa. Til grundvallar liggur kynning ÍSÍ og UMFÍ á skipulagi og verkefnum svæðisskrifstofa íþróttahreyfingarinna, frá febrúar 2024. Næstu skref hjá ÍSÍ og UMFÍ eru að auglýsa störf á svæðisskrifstofum. Þá er áfram unnið að því að stilla upp nánari verkefnalýsingu og skipulagi.

    • Ársþing ÍBA 2024, undirbúningur. Fundarboð verður sent til aðildarfélaga á næstu dögum. 

      • Staða á ársskýrsluskilum - Fimm félög hafa skilað ársskýrslu.

      • Dagskrá, fundarstjóri o.fl. - Framkvæmdastjóri og formaður taka að sér skipulagningu. 

      • Heiðranir - Almennar umræður.

    • Aðalfundur UFA, yfirferð - Framkvæmdastjóri sat fundinn. Fundur var vel sóttur. Stærstur hluti stjórnar gaf áfram kost á sér í stjórn, aðeins kom inn einn nýr varamaður í stjórn. 

    • Fyrirhuguð heimsókn stjórnar ÍBR til Akureyrar - Hluti stjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur kemur í heimsókn til Akureyrar þann 23. mars nk.  Haldinn verður sameiginlegur fundur bandalaganna þar sem starfsemi ÍBA verður kynnt, auk þess sem farið verður í skoðunaferð í nokkur íþróttamannvirki.

  1. Önnur mál:

  • Íslandsleikarnir á Akureyri - Helgina 16.-17. mars verða Íslandsleikarnir haldnir á Akureyri þar sem börn með sérþarfi koma frá höfuðborgarsvæðinu og keppa í blönduðum liðum í Íþróttahöllinni. Keppt verður í fótbolta og körfubolta.

  1. Tilhögun næsta fundar - Næsti fundur er áætlaður 2. apríl kl. 16:30.

  2. Fundarslit kl. 18:00.