Stjórnarmenn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson, varamaður
Ómar Kristinsson, varamaður
Fundur settur.
Forföll boðaði Inga Stella Pétursdóttir og Hrafnhildur Guðjónsdóttir.
Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð samþykkt.
Innsend erindi.
Frístundaráðsbókanir. Til upplýsinga.
Stjórnendaþjálfun ÍSÍ. Námskeiðið var haldið í Reykjavík í janúar en fulltrúar á vegum ÍBA komust ekki vegna ófærðar. ÍSÍ hefur nú boðist til að bjóða upp á námskeiðið á Akureyri í samvinnu við ÍBA sem hefur áhuga að koma námskeiðinu á og koma að kostnaði vegna málsins. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
Lög sundfélagsins Óðins. Um er að ræða breytingu á lögum þess eðlis að 8. grein er bætt við lögin og fjallar sú grein um að félagið setji sér siðareglur. Lagabreytingar eru staðfestar af stjórn ÍBA.
Uppbygging íþróttamannvirkja. Umræðu frestað til næsta fundar.
Staða KFA og bogfimideildar Akurs. Stjórn ÍBA ítrekar erindi sitt til Frístundaráðs um aðstöðu KFA og Akurs sem tekið var fyrir á fundi ráðsins þann 23. október 2019. Afar brýnt er að finna lausn sem allra fyrst á aðstöðumálum félaganna til framtíðar.
Stofnun rafíþróttadeildar. Boðaður hefur verið stofnfundur Rafíþróttadeildar Þórs þann 5. febrúar. Umræður í stjórn um rafleiki, hvort þeir teljast til íþrótta og hvort slíkt á heima innan íþróttafélaga eða annarsstaðar. Huga þarf að því hvernig meðlimir þessarar nýju deildar innan Þórs eru skilgreindir í íþróttahreyfingunni m.t.t. styrkveitinga og fleira.
Málefni stjórnar:
Ársreikningur ÍBA 2019. Drög að ársreikningi 2019 lagður fram til kynningar.
64. Ársþing ÍBA. Skv. lögum ÍBA skal halda ársþing ÍBA eigi síðar en 30. apríl annað hvert ár. Stefnt á að halda þingið á bilinu 20.-30. apríl. Framkvæmdastjóra falið að finna hentuga dagsetningu m.t.t. Íþróttaviðburða í bænum.
Önnur mál:
Alþjóðaleikar ungmenna 2020. Þátttaka ÍBA hefur verið blásin af vegna ónógrar þátttöku íþróttafélaga.
Erindi frá FIMAK dags. 1. febrúar 2020. Fundur er fyrirhugaður á milli FIMAK og Akureyrarbæjar. Óskað hefur verið eftir aðstoð ÍBA og ákveðið er að framkvæmdastjóri ÍBA sitji einnig fundinn sem fulltrúi stjórnar ÍBA.
Tillögun næsta fundar.
4. mars 2020, miðvikudagur
Fundarslit kl. 18.30