Stjórnarfundur 2. september 2019

02.09.2019 16:30

Stjórnarmenn:                                                       Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður                          Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Erlingur Kristjánsson
Ármann Ketilsson
Ómar Kristinsson

  1. Fundur settur.
    Forföll boðuðu Inga Stella Pétursdóttir, Hörður Sigurharðarson og Hrafnhildur Guðjónsdóttir.

  2. Fundargerð síðasta fundar.
    Samþykkt.

  3. Innsend erindi.
    Engin erindi send inn.

  4. Málefni stjórnar:

    1.  ÍBA tímaúthlutun.
      Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir þá vinnu sem farið hefur fram við tímaúthlutun fyrir veturinn en hún er á lokametrunum.

    2.  Fyrirmyndarhérað ÍSÍ; Skipurit, hlutverk stjórnar og starfsmanna
      Nýtt skipurit bandalagsins og hlutverk stjórnar og framkvæmdastjóra samþykkt.  Var áður til umræðu á síðasta stjórnarfundi.    

    3. Aðkomu ÍBA að sameiningarmálum aðildarfélaga.
      Fyrirhugaður fundur framkvæmdastjóra með ÍSÍ hefur ekki enn farið fram, málinu frestað þar til eftir þann fund. 

    4. ÍBA verður 75 ára, 20. desember 2019
      Hugmyndir:  Að setja saman bækling um öll íþróttafélögin á Akureyri og þær greinar sem hér eru stundaðar.  Að gera enn meira úr hátíðinni Íþróttamaður Akureyrar 2019.

  5. Önnur mál:

    1. KA/Þór endurnýja samstarf sitt
      Framkvæmdastjóri sagði frá áframhaldandi samstarfi KA og Þórs um handknattleikslið KA/Þórs.  Erlingur er formaður deildarinnar og er honum óskað til hamingju með nýja embættið.

    2. Kvenna/jafnréttisstyrkur ÍBA
      Komið er að úthlutun á styrknum en um er að ræða 2,8 milljónir.  Samkvæmt núverandi reglum eru það knattspyrna, handbolti og blak sem um ræðir.

  6. Tillögun næsta fundar.
    Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 7. október kl. 16.30.

  7. Fundarslit.
    Fundi slitið kl. 18.10