Stjórnarfundurinn var tekinn með fjarfundarbúnaði.
Stjórnarmenn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson
Fundur settur
Kl. 16:32, forföll boðar Hörður Sigurharðarson.
Innsend erindi:
Frístundaráðsbókanir.
Til kynningar.
HFA - Aðsetur.
Þar sem að Hjólreiðafélag Akureyrar hefur ekki fast aðsetur óskar félagið eftir að fá að skrá heimilisfang sitt hjá ÍBA í Íþróttahöllinni. Erindið er samþykkt.
Akureyrarbær - Nýtt leiðarnet SVA.
Kynnt eru drög af nýju leiðarkerfi SVA. Kerfið hentar misvel skólum og mismunur milli skóla er einhver. Hrafnhildur hefur rætt við SA, Þór og KA varðandi þetta og þessi félög eru að fara yfir málið. Skoða þarf hvort hægt sé að bæta úr hjá þeim sem kerfið hallar á. Framkvæmdastjóra falið að hvetja aðildarfélögin til að skoða núverandi drög á nýju leiðarkerfi SVA m.t.t. þarfa þeirra iðkenda.
Málefni stjórnar:
64. ársþing ÍBA 2020.
Ársþingi bandalagsins hefur ítrekað verið fresta vegna Covid-19 og er nú sett 18. nóvember 2020. Nú hefur komið í ljós að sú dagsetning hittir á daginn eftir að núgildandi sóttvarnarreglur renna út. Umræða um að fresta þinginu til vorsins 2021. Staðan endurmetin í næstu viku.
Aukaframlag Íslenskrar getspá v/Covid-19.
Aukagreiðslu uppá 3,3 milljónir hefur verið úthlutað til ÍBA í ljósi góðrar afkomu Íslenskrar getspár. Er þetta gert til að styðja við eignaraðila sína á þessum fordæmalausum tímum. Stjórn ræddi um útfærslu á að nýta þessa fjármuni sem best. Helst rætt um tvær leiðir, að skipta upphæðinni til aðildarfélaga skv. núgildandi reiknireglu lottófjár, eða að mynda sjóð til að koma til móts við þau íþróttafélög sem mesta hafa þörfina vegna Covid-19. Nú hefur ríkisstjórnin gefið það út að farið verði í umfangsmiklar stuðningsaðgerðir við íþróttastarf en þær aðgerðir hafa ekki verið útfærðar. Niðurstaða þessara aðgerða mun mögulega hafa áhrif á þörf íþróttafélaga innan ÍBA fyrir fjárstuðning. Ákveðið að bíða fram að næsta stjórnarfundi með ákvörðun um ráðstöfun.
KFA.
Fært í trúnaðarbók.
Önnur mál:
Sambandsráðsfundur UMFÍ.
Geir Kristinn formaður sat fundinn sem var haldinn með Teams fjarfundarbúnaði. Hefðbundinn fundastörf og kosningar rafrænar. Hvatningarverðlaun fékk Höttur fyrir að ráðast í byggingu fimleikahúss sem reist var að miklu leyti með sjálfboðastarfi. Minnisblað Covid-19 lagt fram sem er vel unnið.
Íþróttabærinn Akureyri.
Þættirnir sem N4 eru að vinna í samstarfi við ÍBA og Akureyrarbæ eru komnir í gang en mun dragast eitthvað í framleiðslu vegna Covid-19. Búið var að fá leyfi fyrir N4 að fara inn á æfingar íþróttafélaga í ljósi sóttvarna en nú hafa alla æfingar stöðvast. Fyrsti þáttur en nánast tilbúinn og fer hann í loftið í nóvember. Framhaldið með næstu þætti þarf svo að ráðast af stöðunni í samfélaginu.
Akur bogfimideild.
Bogfimideild Akurs hefur verið húsnæðislaus fyrir vetrarstarfið sitt og stefndi í mikið óefni. Framkvæmdastjóri ÍBA hefur nú milligengið samtal á milli Hestamannafélagsins Léttis og Akurs og er niðurstaðan sú að bogfimideildin hefur nú fengið æfingaaðstöðu í Reiðhöllinni. Stjórn ÍBA færir Létti bestu þakkir fyrir sveigjanleika og gott samstarf í málinu.
Karatefélag Akureyrar.
Samkvæmt munnlegu samtali við Reiti fær Karatefélagið að klára tímabilið í húsnæðinu á Óseyri þrátt fyrir að búið sé að segja upp núverandi leigusamningi. Engu að síður þarf að huga að húsnæðismálum félagsins til framtíðar.
FIMAK.
Fært í trúnaðarbók.
Ómar kynnir að VMA er að skoða að koma upp afreksstarfi sem m.a. felur í sér að nemendur geti með auknum hætti tengt íþróttaiðkun sína við nám sitt í skólanum.
Framkvæmdastjóri ÍBA er reiðubúinn að leggja fram sína aðstoð ef þess er óskað.
Tillögun næsta fundar:
Hefðbundinn stjónarfundur 7. desember.
Fundarslit
Fundi slitið kl. 18:13.