Stjórn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir
Jón Steindór Árnason
Ómar Kristinsson
Sigrún Árnadóttir
María Aldís Sverrisdóttir, varamaður
Jóna Jónsdóttir, varamaður
Fundur settur
Stjórn skiptir með sér verkum
Eftir að ný stjórn var kjörin á ársþingi bandalagsins þann 27. apríl ber stjórn að skipta með sér verkum. Geir Kristinn var kjörinn formaður en aðrir stjórnarmenn skipta með sér þeim verkum að vera varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi.
Niðurstaðan er eftirfarandi:
Birna Baldursdóttir, varaformaður.
Jón Steindór Árnason, gjaldkeri.
Sigrún Árnadóttir, ritari.
Ómar Kristinsson, meðstjórnandi.
Fundargerð síðasta fundar
Fundur 4. apríl
Samþykkt.
Innsend erindi:
Til upplýsinga
Í erindinu er óskað eftir umsókn stjórnar ÍBA er varðar tvö málefni, þ.e. annars vegar styrk til búnaðarkaupa fyrir deildina og hins vegar styrk vegna húsaleigu hjá þriðja aðila.
Í ljósi þess að Akureyrarbær hefur tekið þá ákvörðun að hætta að styrkja húsaleigu aðildarfélaga ÍBA vegna leigu hjá þriðja aðila er ljóst að ekki er hægt að verða við þeirri ósk.
Hvað varðar búnaðarkaup er formanni falið að koma erindinu áfram til Fræðslu- og lýðheilsuráðs og fylgja erindinu eftir á næsta fundi ráðsins.
Fært í trúnaðarbók.
Málefni stjórnar:
Farið yfir fundargerð ársþingsins og helstu mál yfirfarin.
Gerðar voru breytingar á lögum SA á aðalfundi félagsins árið 2021. Stjórn ÍBA hefur yfirfarið lögin og gerir ekki athugasemdir. Lagabreytingarnar eru því samþykktar með fyrirvara um samþykki ÍSÍ.
Formaður ÍBA sat vorfund UMFÍ þann 30. apríl í Borgarnesi og fór hann yfir það helsta sem bar á góma.
Önnur mál:
KA. Formaður ÍBA sat aðalfundinn og fór yfir helstu atriði hans.
Þór. Formaður ÍBA sat aðalfundinn og fór yfir helstu atriði hans.
Óðinn. Formaður ÍBA sat aðalfundinn og fór yfir helstu atriði hans.
Léttir. Aðalfundur Léttis fór fram sama dag og ársþing ÍBA og því var enginn fulltrúi bandalagsins á staðnum.
Tilhögun næsta fundar
Næsti fundur fer fram þriðjudaginn 7. júní.
Fundarslit kl, 19.00