Stjórnarfundur 16. október 2023

16.10.2023 16:30

Stjórn:                                                      Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helga Björg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri

Birna Baldursdóttir, varaformaður                   
Jón Steindór Árnason, fjarverandi

Ómar Kristinsson 

Sigrún Árnadóttir

María Aldís Sverrisdóttir, varamaður 

Jóna Jónsdóttir, varamaður 

 

  1. Fundur settur

  2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt 
    Fundur 18. september 2023

  3. Innsend erindi:

    1. Fræðslu- og lýðheilsuráðsbókanir:
      Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 25.9.2023 

Fundur Fræðslu- og lýðheilsuráðs 09.10.2023

Umræða um vinnu við lýðheilsustefnu Akureyrarbæjar. Framkvæmdastjóri mun ítreka við fræðslu- og lýðheilsuráð að ÍBA vill taka þátt í mótun stefnunnar.

  1. Málefni stjórnar: 

    1. Sambandsþing UMFÍ

Farið var yfir dagskrá þingsins, tillögur fyrir þingið ásamt ársreikningi 2022. Farið var sérstaklega yfir tillögu um íþróttahéruð og starfsstöðvar (lottóúthlutun). ÍSÍ og UMFÍ hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu og ÍSÍ hefur þegar samþykkt þessa tillögu á sínu þingi sl. vor. Tillagan felur í sér nýja úthlutun úr lottósjóði og 8 starfsstöðvar sem styðja við íþróttastarf um land allt.  

  1. Önnur mál:

  1. Jólaformannafundur ÍBA

Framkvæmdastjóri mun koma með tillögu að dagsetningu. Umræður um fyrirlesara.

  1. Ráðstefna ÍBA, ÍSÍ, HA og Akureyrarbæjar

Umræða um framkvæmd ráðstefnunna sem almenn ánægja var um.

  1. Vetraríþróttamiðstöð Íslands

Unnið að því að endurvekja þetta verkefni. Haldinn var fundur fyrir fulltrúa sveitarfelaganna á svæðinu (SSNE).  Mikil jákvæðni fulltrúanna gagnvart verkefninu en óskað var eftir opinberu erindi. 

  1. Ferðasjóður ÍBA

Ljóst að sjóðurinn er við það að tæmast og ekki hægt að verða við öllum styrkbeiðnum.

  1. Tilhögun næsta fundar 

Næsti fundur áætlaður 6.11.2023

  1. Fundarslit um kl. 18.