Stjórn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Birna Baldursdóttir, varaformaður
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Jón Steindór Árnason, varamaður
Ómar Kristinsson, varamaður
Innsend erindi:
Frístundaráðsbókanir
Til kynningar
Erindi frá fyrrverandi formanni Léttis.
Kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra Léttis er felld niður í ljósi þess að allir kærufrestir eru liðnir.
Ferð til Osló á vegum UMFÍ
Fyrirhuguð er fræðsluferð til Osló í mars á vegum UMFÍ. Þema ferðarinnar er öryggi og vernd iðkenda í íþróttahreyfingunni þar sem læra á af heimamönnum sem náð hafa mjög góðum árangri í slíkum málum. UMFÍ óskar eftir þátttakendum sem fara með málefni barna og vinna náið með starfsfólki í framlínu í íþróttum. Stjórn ÍBA samþykkir að senda einn fulltrúa í ferðina ef rétti aðilinn finnst. Formanni falið að finna hentugan fulltrúa frá einhverju aðildarfélaganna.
Málefni stjórnar:
Formannafundur ÍBA
Vegna samkomutakmarkana er formannafundi frestað enn á ný um óákveðinn tíma.
Íþróttamaður Akureyrar, undirbúningur
Stefnt er að því að halda hátíðina Íþróttamaður Akureyrar í Hofi, miðvikudaginn 26. janúar nk. Formaður undirbúningsnefndar, Inga Stella Pétursdóttir, fór yfir stöðuna á undirbúningi hátíðarinnar og gengur hann mjög vel.
Önnur mál:
Rætt um reglur varðandi tilnefningar frá íþróttafélögunum, t.d. varðandi fjölda tilnefndra frá hverjum félagi og hvort eðlilegt sé að tilnefna aðila sem aldrei hafa búið á Akureyri né iðkað sína íþrótt hér.
Tilhögun næsta fundar.
Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 7. febrúar kl. 16.30.
Fundarslit kl. 17:30