Stjórnarmenn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson
Fundur settur.
Forföll boðuðu Erlingur Kristjánsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Inga Stella Pétursdóttir. Inga Stella kom svo uppúr kl. 17 og náði seinni hluta fundarins.
Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt.
Innsend erindi:
Frístundaráðsbókanir.
Til kynningar.
Óðinn - Beiðni um aukið laugarpláss í sundlaugum Akureyrar.
Stjórn ÍBA styður beiðni Sundfélagsins Óðins um óbreytta tímatöflu frá því í fyrra og að félagið fái fleiri tíma í Glerárlaug.
Stjórnendanám ÍSÍ.
ÍBA myndi vilja fá þetta nám norður. Ef það gengur ekki upp þá sendir framkvæmdastjóri upplýsingar á félögin varðandi mögulega styrki til fararinnar o.fl.
Samskiptaráðgjafi ÍSÍ.
Nú er komin heimasíða og nánari upplýsingar um samskiptaráðgjafa ÍSÍ. Stjórn ÍBA fagnar þessu þarfa verkefni og mun senda upplýsingar um verkefnið á aðildarfélög sín og setja á setja hlekk á heimasíðuna.
Íþróttaþættir á Akureyri.
N4 hefur lagt fram þá hugmynd að gera stutta þætti um þær íþróttagreinar sem eru í boði á Akureyri. Mjög spennandi verkefni en krefst þátttöku ÍBA og Akureyrarbæjar í kostnaði. Framkvæmdastjóra og formanni falið að funda með N4 um málið og kanna hver kostnaðurinn er.
Málefni stjórnar:
Ánægjuvogin 2020.
Hvernig viljum við nýta okkur hana? Stefnum á að kynna niðurstöðurnar á Ársþingi okkar í haust með að fá Margréti Lilju Guðmundsdóttur til þess. Mjög margt jákvætt fyrir íþróttalífið á Akureyri.
Staða KFA og Akurs.
KFA hefur flutt starfsemi sína til Hjalteyrar en starfsemin er þó skert.
Varðandi bogfimideild Akurs þá er þau húsnæðislaus og engin lausn á borðinu með þau fyrir haustið. Formanni falið að heyra í forsvarsmönnum Akurs varðandi þessi mál og kanna hver kostnaðurinn yrði við húsnæðisleigu.
Önnur mál:
Frístundaráðsfundur 12. ágúst nk.
Farið yfir þau mál sem snúa að ÍBA. Áður búið að ræða Óðinn, stjórn ÍBA tekur undir með HFA um að hjólabrautirnar verði íþróttamannvirki á vegum bæjarins.
Akureyri í tölum - Upplýsingar um rekstur íþróttamannvirkja og framlög til íþróttamála.
Til kynningar.
Ársþing ÍBA og Covid-19.
Huga þarf að því hvort hægt verður að halda ársþingið í október m.t.t. skilyrða vegna sóttvarnarregla Covid-19.
International Childrens Winter Games 2021.
ÍBA og Akureyrarbær taka ekki þátt að þessu sinni þar sem að ekki náðist að finna þátttakendur á meðal aðildarfélaganna.
Tillögun næsta fundar.
Næsti fundur mánudaginn 7. september kl. 16.30
Fundarslit.
Kl. 18.00