Stjórn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson
Fundur settur
Forföll boðaði Inga Stella Pétursdóttir.
Innsend erindi:
Frístundaráðsbókanir
Til upplýsinga.
75. Íþróttaþing ÍSÍ 2021, 7.-8. maí
Til upplýsinga.
GA - Styrktarumsókn vegna Íslandsmóts 2021
Stjórn ÍBA fagnar því að GSÍ hafi valið Jaðarsvöll sem vettvang Íslandsmótsins í golfi 2021 og hvetur Akureyrarbæ til að koma til móts við GA með fjárframlagi til að gera Jaðar sem glæsilegastan fyrir mótið.
HFA - Tíma umsókn í Boganum
Farið var m.a. yfir umsagnir frá forstöðumanni íþróttamála og framkvæmdastjóra Þórs. Stjórn ÍBA tekur jákvætt í erindið og veitir HFA tímaúthlutun kl. 20-22 á mánudagskvöldum út vorið 2021 með því skilyrðum að fylgja öllum umgengnisreglum mannvirkisins og vera í nánum samskiptum við Þór.
Málefni stjórnar:
KFA
Fært í trúnaðarbók.
SA
Fært í trúnaðarbók.
SKA
Skíðafélagið er 20 ára, til kynningar.
Sameiningarmál
Farið yfir það sem gerst hefur og það sem framundan er en fundir með Akureyrarbæ og íþróttafélögum standa yfir varðandi sameiningarmál.
Íþróttabærinn Akureyri
Rætt um mögulegan fimmta þátt og þátttöku ÍBA.
64. ársþing ÍBA
Ársþing bandalagsins fer fram þann 23. mars. Rætt var um ýmislegt varðandi undirbúning þingins eins og sóttvarnarmál. Niðurstaðan er sú að fela framkvæmdastjóra að kanna hvort stóri salur HA sé laus undir þingið þennan dag en hann er mun rýmri en tería Íþróttahallarinnar.
Ársreikningur ÍBA 2020
Til kynningar.
Aðalfundir 2021
Geir Kr. og Ómar upplýsa stjórn það helsta sem fór fram á aðalfundum UFA og Nökkva.
UMFÍ - Ávísun á gott samstarf
UMFÍ hefur gefið ÍBA, HSÞ, UMSE og UÍF ávísun að upphæð 250.000 kr. til að efla samstarf, gleði og þátttöku aðildarfélaganna. Farið var yfir hugmyndir aðila og framkvæmdastjóra falið að taka samtalið við hin íþróttahéröðin.
Önnur mál:
Engin önnur mál.
Tillögun næsta fundar
Næsti fundur áætlaður mánudaginn 12. apríl kl. 16.30.
Fundarslit kl. 19.05