Stjórn: Starfsmaður:
Geir Kr. Aðalsteinsson, formaður Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, varaformaður
Inga Stella Pétursdóttir, ritari
Ármann Ketilsson, gjaldkeri
Erlingur Kristjánsson, meðstjórnandi
Hörður Sigurharðarson
Ómar Kristinsson
Innsend erindi:
Frístundaráðsbókanir
Til kynningar.
KÁF - Kynferðisleg áreitni fræðsla fyrir ÍBA
Mannauðsdeild Akureyrarbæjar býður aðildarfélögum ÍBA upp á fræðslu til að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og skapa öruggt og gott starfsumhverfi í íþróttahreyfingunni. Stjórn ÍBA fagnar þörfu framtaki og felur framkvæmdastjóra ÍBA að finna tímasetningar og auglýsa fræðsluna á meðal aðildarfélaga bandalagsins.
UMFÍ - Ávísun á gott samstarf
ÍBA hefur borist peningagjöf frá UMFÍ. Skilyrði gjafarinnar er að upphæðin verði notuð í samstarf tveggja eða fleiri aðildarfélaga UMFÍ en gjöfin er einnig ætluð UMSE, HSÞ og UÍF og er að upphæð 250.000 kr. Stjórn ÍBA færir UMFÍ bestu þakkir fyrir gjöfina og felur framkvæmdastjóra að setja sig í samband við kollega sína hjá UMSE, HSÞ og UÍF til að hefja samtalið um hvernig nýta megi gjöfina.
Málefni stjórnar:
Íþróttamaður Akureyrar 2020
Umræður um hátíðina Íþróttamaður Akureyrar. Stjórnarmenn sammála um að hátíðin tókst mjög vel þetta árið, þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna Covid. Vilji stjórnar er að halda viðburðinn í salnum Hamraborg á næstu árum og að myndband verði áfram gert með 10 efstu af hvoru kyni, líkt og gert var nú. Rætt um kosti og galla hugmynda um íbúakosninga og fleira tengt kosningunni. Stjórn sammála um að íbúakosningar henti ekki við kjörið á íþróttafólki Akureyrar og að núverandi fyrirkomulag verði óbreytt. Einnig rætt um heiðursviðurkenningar ÍBA og hvort þörf er á að koma þeim í fastari skorður, t.d. með stofnun hóps sem sér um að heiðra einstaklinga á vegum ÍBA.
Iðkendatölur NóraAbler 2020
Til kynningar.
KFA
Fært í trúnaðarbók.
Íþróttasjóður Rannís
ÍBA sótti um styrk í Íþróttasjóð Rannís, vegna þáttanna “Íþróttabærinn Akureyri” sem unnir eru af N4. Styrkurinn er að upphæð 300.000 kr.
Stjórn ÍBA fagnar styrknum og færir Íþróttasjóði bestu þakkir.
Íþróttabærinn Akureyri
Nú eru næstu þættir í smíðum hjá N4. Rætt um efnistök og áherslur.
Ársþing ÍBA
Ársþingi bandalagsins sem halda átti vorið 2020 var frestað vegna Covid-19. Áætlað er að halda þingið vorið 2021. Stjórn stefnir á að halda ársþing ÍBA síðari hluta marsmánaðar. Formanni og framkvæmdastjóra falið að finna dagsetningu á bilinu 17.-24. mars.
Aðalfundir 2021
Nökkvi - 23.02.21, skrifstofa ÍBA eða kaffitería íþróttahallar kl. 18, GKA.
UFA - 24.02.21, kaffitería íþróttahallar kl. 18, ÓK.
Önnur mál:
Sameining aðildarfélaga.
Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá fyrsta fundi vinnuhóps um sameiningarmál sem haldinn var 29. janúar. Hópinn skipa framkvæmdastjóri og formaður ÍBA ásamt formanni frístundaráðs og tveimur fulltrúum úr ráðinu. Á fundinum var farið yfir stöðu sameiningarmála á Akureyri og næstu skref ákveðin.
Hestamannafélagið Léttir.
Farið yfir stöðuna á samstarfi Léttis og bogfimideildar Akurs í reiðhöllinni.
Tillögun næsta fundar
Næsti fundur verði haldinn mánudaginn 1. mars kl. 16.30.
Fundarslit kl. 18.41