Unglingalandsmót UMFÍ 2024

Hluti af þátttakendum ÍBA árið 2023 á Sauðárkróki
Hluti af þátttakendum ÍBA árið 2023 á Sauðárkróki

Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er ár hvert um verslunarmannahelgina, að þessu sinni í Borgarnesi. Allir á aldrinum 11-18 ára geta keppt á mótinu. 

Þátttakendur þurfa hvorki að vera skráðir í íþróttafélag né æfa íþróttir til að geta tekið þátt.

Heilmikil afþreying er í boði á Unglingalandsmótinu. Bæði foreldrar og yngri og eldri systkini sem ekki keppa í greinum geta notið hennar og fá allskonar verkefni alla daga mótsins. 

Mótsgjald

Mótsgjaldið er einungis 9.400 krónur fyrir hvern þátttakanda. Inni í miðaverðinu er þátttaka í öllum keppnisgreinum mótsins, aðgangur að tjaldsvæði (fyrir utan rafmagn), aðgangur á alla viðburði, tónleika, aðgangur að sundlaugum Borgarbyggðar og margt fleira. 

Á Unglingalandsmóti UMFÍ keppa þátttakendur undir nöfnum íþróttahéraða landsins og því keppa skráðir þátttakendur ÍBA undir merkjum þess. Sumir sambandsaðilar UMFÍ styrkja þátttakendur á sínu svæði að hluta eða öllu leyti. ÍBA styrkir þátttakendur sem keppa undir merkjum ÍBA um helming af þátttökugjaldinu svo þátttökugjaldið er þá einungis 4.700 kr. á keppanda. Því er mikilvægt að velja rétt íþróttahérað við skráningu.

Íþróttagreinar

Mikill fjöldi íþróttagreina verður í boði, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar, og fjölda annarra viðburða og greina sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í og þá skiptir aldurinn engu máli.

Helstu greinar sem í boði eru: badminton, bogfimi, borðtennis, frjálsar íþróttir, glíma, golf, grasblak, grashandbolti, hestaíþróttir, hjólreiðar, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, pílukast, skák, stafsetning, sund og upplestur. 

Þátttakendur geta skráð sig í eins margar greinar og viðkomandi vill taka þátt í.

Afþreying

Mótssvæðið verður iðandi af lífi frá morgni til kvölds. Eins og skipuleggjendur mótsins segja, Íþróttir á daginn og tónlist á kvöldin. Öll kvöldin verða tónlistarviðburðir. Þeir sem koma fram eru m.a. DJ Ísak & Ernir, Jón Jónsson, Sigga Ózk, hljómsveitin Meginstreymi, Björgvin frá IDOL og Júlí Heiðar. Fjölbreytt afþreying verður líka í boði fyrir börn yngri en 10 ára og allt ókeypis. 

Opið er fyrir skráningu hér!

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna inná heimasíðu UMFÍ 

Ungmennafélag Íslands er bæði á Facebook og Instagram og þar eru ýmsar upplýsingar og einnig viðburður mótsins