Líkt og hefur vonandi ekki farið framhjá neinum fór Íþróttahátíð Akureyrar 2024 hátíðlega fram í gær þar sem Íþróttafólk Akureyrar 2023 var krýnt. Baldvin Þór Magnússon UFA var kosinn íþróttakarl Akureyrar 2023 og Sandra María Jessen Þór/KA íþróttakona Akureyrar 2023. Í 2.sæti voru þau Hallgrímur Mar Steingrímsson KA og Helena Kristín Gunnarsdóttir KA, í 3. sæti voru Alex Cambray Orrason KA og Hafdís Sigurðardóttir HFA, í fjórða sæti Dagur Gautason KA og Madison Anne Sutton Þór og í fimmta sæti voru Jakob Ernfelt Jóhannesson SA og Stefanía Daney Guðmundsdóttir Eik.
Hátíðin fór frábærlega vel fram og fjöldinn í salnum hefur aldrei verið jafn mikill á þessari hátíð og við vonumst til þess að það aukist svo enn frekar þegar hátíðin verður haldin næst. Það er ekki hægt að halda svona stóra og flotta hátíð án hjálpar og viljum við þakka öllum okkar mögnuðu sjálfboðaliðum kærlega fyrir alla þá hjálp sem þeir veittu. Ingvar Már Gíslaon mætir sem dæmi ár eftir ár án þess að þurfa að hugsa sig um og stýrir hátíðinni með einstakri prýði. Ásamt Ingvari Má var undirbúningsnefnd hátíðarinnar í ár samansett af Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA, Birnu Baldursdóttur varaformanni ÍBA, Helgu Björgu Ingvadóttur framkvæmdastjóra ÍBA, Ellerti Erni Erlingssyni hjá Akureyrarbæ og Lindu Guðmundsdóttur hjá Þór. Eins viljum við þakka okkar einstöku styrktaraðilum sem gerði okkur kleypt að styrkja okkar frábæra íþróttafólk með veglegum gjöfum.
Okkur langar að lista upp þá frábæru vinninga sem styrktaraðilar hátíðarinnar í ár gáfu fyrir utan þá veglegu peningaverðlaun sem Afrekssjóður Akureyrar veitir þeim sem lenda í top fimm í kjörinu ásamt afreksefnum síðasta árs.
Styrktaraðilar hátíðarinnar, í stafrófsröð:
Blómabúð Akureyrar gaf styrk í formi afsláttar af þeim blómum sem voru gefin á hátíðinni
Ferðaskrifstofan Verdi gaf tvö 100.000 kr gjafabréf fyrir flugi að eigin vali
Glerártorg gaf tvö 25.000 kr gjafakort
Greifinn gaf gjafabréf að andvirði 50.000 kr
Heilbrigð húð í Kaupangi gaf tvö startsett frá Dermalogica og 2 Proskin 30 min meðferðir á stofunni
Hótel KEA gaf tvö gjafabréf fyrir tvo í gistingu í eina nótt á Hótel KEA
Húsgagnahöllin gaf tvö bambus koddaver
Höldur – Bílaleiga Akureyrar – gaf alla bikara hátíðarinnar. Farandbikar fyrir íþróttakarl og íþróttakonu og eignabikara fyrir fyrstu þrjú sætin.
ITS Macros gaf fjögur grunnnámskeið í þjálfun hjá ITS Macros
Skógarböðin gáfu sex gjafabréf í Skógarböðin fyrir tvo
Kjarnafæði gaf tvö gjafabréf fyrir heiðalambalæri og nautalund
Mjólkursamsalan gaf tíu gjafapoka með allskonar ostum og góðgæti frá MS
Rub23 gaf tvö 25.000 kr gjafabréf
Sportver gaf gjafabréf fyrir fyrstu þrjú sætin fyrir alls 120.000 krónur.
Strikið gaf tvö stk gjafabréf fyrir tvo í Bunch af brunch
Vorhús gaf tíu kaffikrúsir ásamt gjafapokum fyrir alla þessa flottu vinninga
World Class gaf tvö mánaðarkort í heilsurækt