Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er dagur sjálfboðaliða og tileinkaður þeim. Við hjá ÍBA viljum senda okkar allra bestu kveðjur og þakkir til allra sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

Í kringum ÍBA og aðildarfélög ÍBA er ógrynni af sjálfboðaliðum sem vinna ómetanlegt starf og fyrir það erum við óendanlega þakklát. 

Án ykkar gengi starfsemi félaganna og okkar ekki upp.

TAKK SJÁLFBOÐALIÐAR!