Kórónaveiran/COVID-19

Hér kemur tilkynning frá ÍSÍ vegna leiðbeininga sóttvarnarlæknis varðandi samkomur. 

Kæru sambandsaðilar.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. 

Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í þeim felst að forðast samneyti við aðra einstaklinga í 14 daga. 
Á mannamótum er einkar mikilvægt að til staðar sé aðstaða fyrir handþvott og handsprittun. Mælst er til að fólk noti aðrar kveðjur en handaband og faðmlög.

Framundan eru nokkrir stórir íþróttaviðburðir og vill ÍSÍ minna sambandsaðila sína á að hafa ofangreint í huga og að fylgjast áfram vel með uppfærslum á vefsíðu Embættis landlæknis.

Embætti landlæknis uppfærir reglulega upplýsingar á vefsíðu landlæknis hér.

Hér á vefsíðu Embættis landlæknis má sjá ráðleggingar til ferðamanna.