Frábær mæting var á fyrirlestra Pálmars Ragnarssonar um jákvæð samskipti í íþróttum!
Það má með sanni segja að Pálmar hafi slegið í gegn á öllum fyrirlestrunum þremur en hátt í 350 iðkendur, foreldrar og þjálfarar mættu til að hlusta á Pálmar ræða á skemmtilegan og leikrænan hátt um mikilvægi jákvæðra samskipta í íþróttum.
ÍBA vill þakka Pálmari og ekki síst öllum hlustendum fyrir komuna enda hafði Pálmar á orði að íþróttastarfið hér á Akureyri væri eftirtektarvert á landsvísu og það viljum við sannarlega standa undir með að gera gott starf enn betra í Íþróttabænum Akureyri