Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.
Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.
Íþróttabandalag Akureyrar í samstarfi við aðildarfélög ÍBA og önnur íþróttafélög í bænum býður uppá fjölbreytta dagskrá þessa viku og ættu vonandi allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hreyfa sig með fjölskyldu og vinum.
Dagskráin byrjar á ráðstefnu í hátíðarsal Háskólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 23. september. Frítt er á alla viðburði frá sunnudegi til föstudags.
Hvetjum alla til að taka þátt, hafa gaman og finna sína hreyfingu til framtíðar.