Ný takmörkun á samkomum tekur gildi 4. maí 2020.
Íþróttastarf barna á leik- og grunnskólastigi:
-Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
-Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
-Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
-Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
-Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
-Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.
Íþróttastarf hjá 16 ára og eldri:
-Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.
-Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.
-Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
-Hvatt verði til að tveggja metra nándarreglan verði virt.
-Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
-Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
-Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.