Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 16. janúar þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar.
• Styrkir Afrekssjóðs Akureyrar afhentir.
• Viðurkenningar veittar vegna Íslandsmeistara.
• Heiðursviðurkenningar Frístundaráðs veittar.
• Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar árið 2018.
Athöfnin er opin öllum.
Húsið verður opnað kl. 17, athöfnin hefst kl. 17:30.
Undirbúningsnefndin f.h. stjórnar ÍBA og Frístundaráðs Akureyrar