Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi fimmtudaginn 23. janúar kl. 17.30 þar sem kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar verður meðal annars lýst.
Verður þetta í 46. sinn sem Íþróttamaður Akureyrar er heiðraður og í níunda sinn þar sem bæði íþróttakona- og íþróttakarl Akureyrar eru valin og heiðruð.
Dagskrá hátíðar
• Hátíðin sett af formanni ÍBA
• Ávarp formanns Fræðslu- og lýðheilsuráðs
• Kynning á Íslandsmeisturum 2024
• Kynning á heiðursviðurkenningum Fræðslu- og lýðheilsuráðs
• Styrkveiting úr Afrekssjóði Akureyrar
• Kynning á tilnefningum tíu efstu til Íþróttamanns Akureyrar 2024
• Kjöri íþróttkarls- og íþróttakonu Akureyrar 2024 lýst
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2024
Anna María Alfreðsdóttir - Akur - bogfimi
Anna Þyrí Halldórsdóttir - KA - handbolti
Drífa Ríkharðsdóttir - KA - lyftingar
Eva Wium Elíasdóttir – Þór - körfuknattleikur
Hafdís Sigurðardóttir - HFA - hjólreiðar
Julia Bonet Careras – KA - blak
Sandra María Jessen – Þór - knattspyrna
Shawlee Gaudreault - SA - íshokkí
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir - UFA - hlaup
Stefanía Daney Guðmundsdóttir - UFA – frjálsar íþróttir
Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2024
Alex Cambray Orrason - KA - lyftingar
Alfreð Birgisson - Akur - bogfimi
Alfreð Leó Svansson – Þór - rafíþróttir
Baldvin Þór Magnússon - UFA - hlaup
Gísli Marteinn Balvinsson - KA - blak
Hans Viktor Guðmundsson - KA - knattspyrna
Jóhann Már Leifsson - SA - íshokkí
Matthías Örn Friðriksson - Þór - píla
Veigar Heiðarsson - GA - golf
Þorbergur Ingi Jónsson – UFA - hlaup
Hátíðin er opin öllum, húsði opnar klukkan 17 en athöfnin sjálf hefst 17:30. Hátíðinni verður streymt. Linkur kemur á heimasíðu ÍBA á næstu dögum.
Hlökkum til að sjá sem allra flesta og hvetjum aðildarfélög til að fella niður æfingar og auglýsa viðburðinn á Abler og víðar. Þetta er hátíðin þeirra.
Áfram íþróttir!