Íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir í vetur

Í vetur standa íþróttafélögin Þór og KA fyrir sameiginlegum íþróttaæfingum í Naustaskóla fyrir börn með sérþarfir. Æfingarnar eru fyrir börn á aldrinum 6-16 ára og eru þær hugsaðar fyrir börn sem þurfa sem dæmi meiri stuðning, hentar betur að vera í minni hópum og hafa aðgengi að fleiri þjálfurum á æfingum.

Fyrsta æfing vetrarins verður næstkomandi sunnudag, 6. október. kl. 11:00 í Íþróttahúsi Naustaskóla.

Íþróttaæfingarnar fylgja markmiðum verkefnisins ALLIR MEÐ þar sem markmiðin eru m.a.

  • Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir – með viðeigandi aðlögun.
  • Að allir eigi kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnum svara íþróttafulltrúar Þórs og KA í tölvupósti, linda@thorsport.is og siguroli@ka.is