Í dag hefst Íþróttavika Evrópu formlega

Í dag hefst Íþróttavika Evrópu formlega en hún er haldin á hverju ári víða um Evrópu alltaf í sömu vikunni, 23. - 30. september, undir formerkjum #BeActive. ÍBA og aðildarfélög bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og flotta viðburði um bæinn og frítt er á alla viðburði.
 
Kynnið ykkur endilega dagskrána, hreyfum okkur sama í hvaða formi það er og nýtum tækifærið og prufum nýjar íþróttir sem í boði eru hjá aðildarfélögum ÍBA. 
 
Við byrjum í dag á tveimur flottum viðburðum. Fyrri viðburðurinn er á vegum UFA Eyrarskokks þar sem hist verður á planinu hjá MS (Mjólkursamsölunni) klukkan 17:15 og tekinn góður hlaupahringur fyrir byrjendur og lengra komna. Seinni viðburður dagsins er í Sundlaug Akureyrar þar sem boðið verður upp á skriðsundsnámskeið. Þátttakendur eru beðnir um að gefa sig fram í afgreiðslu sundlaugarinnar til að fá frítt í sund.
 
Einnig eru framhaldsskólarnir okkar MA og VMA með  flotta dagskrá þessa viku sem við hjá ÍBA hvetjum ykkur til að kíkja á. 
 
Eins og áður hefur komið fram endum við svo vikuna á mánudaginn eftir viku og bjóðum upp á fyrirlestur hjá Birnu Varðardóttur um næringu ungs íþróttafólks. Fyrirlesturinn er í boði ÍBA, Akureyrarbæjar, ÍSÍ og HA. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólanum á Akureyri. 
 
Aðildarfélög ÍBA, þjálfarar, iðkendur og bæjarbúar allir eru hvattir sérstaklega til að ganga eða hjóla til og frá vinnu og skóla þessa viku.
Hvetjum fólk á öllum aldri að kíkja hvað er í boði hjá aðildarfélögum ÍBA og prufa æfingar hjá félögunum þessa viku.
 
Mætum og #BeActive