Opnað hefur verið fyrir skráningu í vinnustaðakeppnina "Hjólað í vinnuna" 2024. Keppnin hefst að þessu sinni 8. maí nk. og stendur yfir til 28. maí.
Við hjá ÍBA hvetjum að sjálfsögðu alla vinnustaði á Akureyri og um land allt til að skrá sig til leiks.
Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“.
Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.
Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast síðan að verkefnið fór af stað.
Ertu að vinna að heiman? Ekkert mál. Þú getur auðvitað verið með, þú byrjar þá vinnudaginn með því að hjóla, ganga eða hlaupa þá vegalengd sem samsvarar vegalengdinni til og frá vinnu í upphafi vinnudags, og svo aftur í lok vinnudag.
Hjólað í vinnuna fer fram dagana 8. – 28. maí 2023.
Að skrá sig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna (hjoladivinnuna.is)
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
5. Skráningu lokið
Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna gefur Linda Laufdal sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ, hjoladivinnuna@isi.is eða í síma: 514-4000.
Facebook síða verkefnisins er: https://www.facebook.com/hjoladivinnuna/
Instagram síða verkefnisins er: https://www.instagram.com/hjoladivinnuna/