Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2018 hefjist í sextánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram 2. - 22. maí.
Opið er fyrir skráningu og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks.
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er eins og ávallt að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.
Keppt er í átta flokkum um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustöðum og í liðakeppni um flesta kílómetra.
Aðalatriðið er að fá sem flesta með sem oftast, til að hjóla, ganga, taka strætó, nota línuskauta eða annan virkan ferðamáta.
Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemmning á vinnustöðum meðan á átakinu stendur. Von okkar er sú að svo verði í ár líka.
Að skrá sig til leiks:
1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn).
5. Skráningu lokið
Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna gefur Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, á hronn@isi.is eða í síma: 514-4000.
Virðingarfyllst,
ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS