Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi

ÍSÍ vill vekja athygli á kynningu fræðsluefnisins "Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi"  sem samtökin ´78 standa fyrir og bjóða öll áhugasöm velkomin á. Kynningin verður haldin í fundarsölum B og C á 3.hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, mánudaginn 28. október milli klukkan 12:30 og 14

Þrír bæklingar verða kynntir, sem innihalda leiðbeiningar til þeirra sem bera ábyrgð á íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, en hver bæklingur hefur sitt sérkenni:

  • Stöðvum fordóma og mismunun
  • Sýnilegur stuðningur
  • Aðstaða og mót

Samhliða bæklingunum verða kynnt tvö veggspjöld:

  • Sem annars vegar sýnir hvernig fordómar leiða með með stigvaxandi hætti til ofbeldis
  • og hins vegar tekur til þeirra aðstæðna sem geta leitt til brottfalls hinsegin barna og ungmenna úr skipulögðu starfi.

Efnið er afrakstur verkefnis sem Samtökin '78 vann með og fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið og er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks.

ÍSÍ og við hjá ÍBA hvetjum til mætingar á fundinn þar sem hægt verður að nálgast bæklingana og veggspjöldin en einnig verður boðið upp á streymi fyrir þá sem eiga ekki heimagengt. Endanleg dagskrá og linkur á streymi má nálgast á Facebook síðu viðburðarins.